Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 20:00 Twitter-síður voru vettvangur tilraunar til fjársvika. Getty/SOPA Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótnum voru hjónin Kanye West og Kim Kardashian, Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandinn Joe Biden. Tíst voru send út í nafni þessara einstaklinga þar sem fylgjendur þeirra voru beðnir um að senda greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Áður var greint frá því að um fjögur hundruð slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120 þúsund dollara, sem samsvarar tæplega 17 milljónum íslenskra króna. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að saksóknari í Hillsborough hafi lagt fram þrjátíu ákæruliði á hendur unglingsins, til að mynda fyrir skipulögð svik og notkun á persónuupplýsingum í sviksamlegum tilgangi. „Þessir glæpir voru framdir með því að nota nöfn frægra einstaklinga, en þau eru ekki aðalfórnarlömbin hérna,“ segir Andrew Warren saksóknari um málið. Hann segir árásina hafa verið til þess fallna að stela fjármunum af venjulegum Bandaríkjamönnum víðs vegar um Bandaríkin. Málið hefur einnig endað á borði alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum sem rannsakaði málið. Færslurnar sem voru sendar út voru á þann veg að fólk var beðið um að senda ákveðna upphæð í rafmynt og sú upphæð yrði tvöfölduð og millifærð til baka. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og lofaði því að fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að slíkt kæmi fyrir aftur. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótnum voru hjónin Kanye West og Kim Kardashian, Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandinn Joe Biden. Tíst voru send út í nafni þessara einstaklinga þar sem fylgjendur þeirra voru beðnir um að senda greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Áður var greint frá því að um fjögur hundruð slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120 þúsund dollara, sem samsvarar tæplega 17 milljónum íslenskra króna. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að saksóknari í Hillsborough hafi lagt fram þrjátíu ákæruliði á hendur unglingsins, til að mynda fyrir skipulögð svik og notkun á persónuupplýsingum í sviksamlegum tilgangi. „Þessir glæpir voru framdir með því að nota nöfn frægra einstaklinga, en þau eru ekki aðalfórnarlömbin hérna,“ segir Andrew Warren saksóknari um málið. Hann segir árásina hafa verið til þess fallna að stela fjármunum af venjulegum Bandaríkjamönnum víðs vegar um Bandaríkin. Málið hefur einnig endað á borði alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum sem rannsakaði málið. Færslurnar sem voru sendar út voru á þann veg að fólk var beðið um að senda ákveðna upphæð í rafmynt og sú upphæð yrði tvöfölduð og millifærð til baka. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og lofaði því að fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að slíkt kæmi fyrir aftur.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53
FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49