FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 06:49 Það eru breytingar í vændum hjá samskiptamiðlinum Twitter. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter og óskuðu eftir háum fjárhæðum í rafmynt. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á netþrjótunum voru Barack Obama, Bill Gates, Elon Musk og Kim Kardashian. „Allir óska eftir því að ég gefi af mér, nú er tíminn kominn. Send þú mér 1.000 dali og ég sendi 2.000 til baka,“ sagði í tísti sem birtist á síðu Bill Gates stofnanda Microsoft. Í tísti sem birt var á aðgangi Barack Obama var fullyrt að hann ætlaði að gefa til baka til samfélagsins vegna kórónufaraldursins og var farið fram á sömu upphæð í Bitcoin, eða þúsund dali, og hann myndi senda tvöfalt hærri upphæð til baka. Þá var sama færsla birt á aðgangi Joe Biden. Alríkislögreglan segir flest allt benda til þess að þrjótarnir hafi ætlað að græða pening á árásinni og bað almenning um að vera vakandi fyrir slíkum gylliboðum. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að skilja hvað hefði farið úrskeiðis. Unnið sé að því að bæta úr mögulegum göllum og um tíma var gripið til þeirra ráða að loka fyrir færslur frá vinsælustu aðgöngum miðilsins, ef ske kynni að óprúttinn aðili hefði komist þar inn. „Erfiður dagur fyrir okkur hjá Twitter. Okkur líður hræðilega yfir því sem gerðist,“ skrifaði Jack á Twitter-síðu sína. Tough day for us at Twitter. We all feel terrible this happened.We’re diagnosing and will share everything we can when we have a more complete understanding of exactly what happened. 💙 to our teammates working hard to make this right.— jack (@jack) July 16, 2020 Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter og óskuðu eftir háum fjárhæðum í rafmynt. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á netþrjótunum voru Barack Obama, Bill Gates, Elon Musk og Kim Kardashian. „Allir óska eftir því að ég gefi af mér, nú er tíminn kominn. Send þú mér 1.000 dali og ég sendi 2.000 til baka,“ sagði í tísti sem birtist á síðu Bill Gates stofnanda Microsoft. Í tísti sem birt var á aðgangi Barack Obama var fullyrt að hann ætlaði að gefa til baka til samfélagsins vegna kórónufaraldursins og var farið fram á sömu upphæð í Bitcoin, eða þúsund dali, og hann myndi senda tvöfalt hærri upphæð til baka. Þá var sama færsla birt á aðgangi Joe Biden. Alríkislögreglan segir flest allt benda til þess að þrjótarnir hafi ætlað að græða pening á árásinni og bað almenning um að vera vakandi fyrir slíkum gylliboðum. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að skilja hvað hefði farið úrskeiðis. Unnið sé að því að bæta úr mögulegum göllum og um tíma var gripið til þeirra ráða að loka fyrir færslur frá vinsælustu aðgöngum miðilsins, ef ske kynni að óprúttinn aðili hefði komist þar inn. „Erfiður dagur fyrir okkur hjá Twitter. Okkur líður hræðilega yfir því sem gerðist,“ skrifaði Jack á Twitter-síðu sína. Tough day for us at Twitter. We all feel terrible this happened.We’re diagnosing and will share everything we can when we have a more complete understanding of exactly what happened. 💙 to our teammates working hard to make this right.— jack (@jack) July 16, 2020
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira