Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júlí 2020 19:00 Guðni hefur gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu sem formaður KSÍ á tímum kórónuveirunnar. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Við fengum þessar fréttir rétt fyrir hádegi og mótanefndin hittist. Í kjölfarið hittist stjórn sambandsins og tók þessa ákvörðun að fresta mótahaldi frá og með morgundeginum, fram yfir helgi,“ sagði Guðni í Sportpakkanum. Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram eða til 10. ágúst. „Við höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt. Við vonum að við komumst í gegnum þetta. Við erum að ráða ráðum okkar og horfum fram á veginn. Fyrst og fremst viljum við leggja okkar að mörkum til þess að ná tökum á faraldrinum og þessum nýju smitum. Við verðum að sýna ábyrgð og það er okkar fyrsta verkefni. Vonandi getur svo mótahaldið haldið áfram og fótboltinn. Við vonum það besta.“ Einhver smit hafa verið á íþróttamótum en t.a.m. greindist einstaklingur sem hafði verið á Rey Cup mótinu í Laugardal með veiruna. „Eitthvað hefur verið hægt að tengja við þær [íþróttirnar]. Íþróttirnar eru gríðarlega stór þáttur í okkar samfélagi. Það eru íþróttirnar; bæði æfingar og keppnir. Eitthvað hefur verið rakið til þess en við opnuðum síðan landið til þess að koma efnahagnum af stað og ferðamannaiðnaðinum.“ „Við verðum að reyna halda áfram en það eru einhver smit úti sem er verið að reyna að rekja og greina. Við þurfum að taka á því með ábyrgum hætti og við gerum það í íþróttahreyfingunni. Nú er að huga vel að sóttvarnarúrræðum og við munum stíga skref til baka og vonandi dugar það til og við náum góðum tökum á þessu.“ Hann er bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið en segir að það þurfi að forgangsraða á tímum eins og þessum. „Við sjáum enn fram á að klára deildina og erum bjartsýn á að það takist. Við erum búin að setja reglugerð um það að ef til þess kemur að við náum ekki að klára alla deildina. Annars verðum við að sjá þetta í samhengi. Við viljum spila okkar íþrótt en við verðum einnig að sjá forgangsröðunina í þessu.“ Viðtalið í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan þar sem Guðni er m.a. spurður út í bikarkeppnina. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Við fengum þessar fréttir rétt fyrir hádegi og mótanefndin hittist. Í kjölfarið hittist stjórn sambandsins og tók þessa ákvörðun að fresta mótahaldi frá og með morgundeginum, fram yfir helgi,“ sagði Guðni í Sportpakkanum. Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram eða til 10. ágúst. „Við höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt. Við vonum að við komumst í gegnum þetta. Við erum að ráða ráðum okkar og horfum fram á veginn. Fyrst og fremst viljum við leggja okkar að mörkum til þess að ná tökum á faraldrinum og þessum nýju smitum. Við verðum að sýna ábyrgð og það er okkar fyrsta verkefni. Vonandi getur svo mótahaldið haldið áfram og fótboltinn. Við vonum það besta.“ Einhver smit hafa verið á íþróttamótum en t.a.m. greindist einstaklingur sem hafði verið á Rey Cup mótinu í Laugardal með veiruna. „Eitthvað hefur verið hægt að tengja við þær [íþróttirnar]. Íþróttirnar eru gríðarlega stór þáttur í okkar samfélagi. Það eru íþróttirnar; bæði æfingar og keppnir. Eitthvað hefur verið rakið til þess en við opnuðum síðan landið til þess að koma efnahagnum af stað og ferðamannaiðnaðinum.“ „Við verðum að reyna halda áfram en það eru einhver smit úti sem er verið að reyna að rekja og greina. Við þurfum að taka á því með ábyrgum hætti og við gerum það í íþróttahreyfingunni. Nú er að huga vel að sóttvarnarúrræðum og við munum stíga skref til baka og vonandi dugar það til og við náum góðum tökum á þessu.“ Hann er bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið en segir að það þurfi að forgangsraða á tímum eins og þessum. „Við sjáum enn fram á að klára deildina og erum bjartsýn á að það takist. Við erum búin að setja reglugerð um það að ef til þess kemur að við náum ekki að klára alla deildina. Annars verðum við að sjá þetta í samhengi. Við viljum spila okkar íþrótt en við verðum einnig að sjá forgangsröðunina í þessu.“ Viðtalið í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan þar sem Guðni er m.a. spurður út í bikarkeppnina. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51
KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59