Vilja nota Xbox stýripinna í skriðdrekum Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2020 16:37 Getty/Sezgin Pancar Ísraelskt fyrirtæki hefur smíðað frumgerð að nýjum skriðdreka sem stýra á með stýripinnum sem svipar verulega til hefðbundinna stýripinna Xbox leikjatölvanna. Upprunalega var skriðdrekinn framleiddur með hefðbundnum stýripinna eins og finnst í orrustuþotum en starfsmenn Israel Aerospace Industries unnu með táningum sem spila tölvuleiki að því hvernig betra væri að stýra skriðdrekanum og vopnabúnaði hans. Svarið var stýripinni Xbox. Skriðdreki þessi ber nafnið Carmel og er ein þriggja frumgerða sem er til skoðunar í leit herafla Ísrael að nýrri kynslóð skriðdreka ríkisins. Þær kynslóðir sem munu mögulega koma til með að stýra þessum skriðdrekum eru mun vanari stýripinnum eins og Xbox stýripinnunum í stað hinna hefðbundnu sem eru í raun áratugagömul tækni. Í samtali við Washington Post sagði ofurstinn Udi Tzur að ótrúlegt væri hve fljótt ungir hermenn næðu tökum á því að stýra frumgerðinni. Hann sagðist ekki hafa trúað því hve hratt það gerðist. Hann sagði það eingöngu til komið vegna þess að ungt fólk er þegar verulega vant stýripinnum sem þessum Umfjöllun WP um skriðdrekann hefst á því að séð utan frá virðist Carmel vera hefðbundinn skriðdreki. Þegar inn í hann er farið komi þó í ljós aðstæður sem svipi til herbergja táninga. Skriðdrekinn er þakinn skjám sem gera stjórnendum hans kleift að sjá umhverfi skriðdrekans í gegnum myndavélar sem eru víða á skrokki skriðdrekans. Hér má sjá myndband frá tæknikynningu síðasta sumar þar sem sjá má frumgerð Carmel, eins og hún var þá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tölvuleikir og hernaður fara saman með þessum hætti. Árið 2018 var sjónpípu kafbátsins USS Colorado breytt á þann hátt að Xbox stýripinni er nú notaður til að hækka og lækka hana. Árið 2014 var samskonar stýripinni notaður til að stýra geislavopni sem Boeing hefur þróað í tilraun. Þá kom nýverið upp umdeilt atvik þar sem tölvuleikjateymi hers Bandaríkjanna var að streyma á Twitch. Áhorfendur sem ræddu stríðsglæpi Bandaríkjanna voru bannaðir frá streyminu, sem var sömuleiðis notað til að reyna að laða unga tölvuleikjaspilara að hernum. Ísrael Microsoft Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Ísraelskt fyrirtæki hefur smíðað frumgerð að nýjum skriðdreka sem stýra á með stýripinnum sem svipar verulega til hefðbundinna stýripinna Xbox leikjatölvanna. Upprunalega var skriðdrekinn framleiddur með hefðbundnum stýripinna eins og finnst í orrustuþotum en starfsmenn Israel Aerospace Industries unnu með táningum sem spila tölvuleiki að því hvernig betra væri að stýra skriðdrekanum og vopnabúnaði hans. Svarið var stýripinni Xbox. Skriðdreki þessi ber nafnið Carmel og er ein þriggja frumgerða sem er til skoðunar í leit herafla Ísrael að nýrri kynslóð skriðdreka ríkisins. Þær kynslóðir sem munu mögulega koma til með að stýra þessum skriðdrekum eru mun vanari stýripinnum eins og Xbox stýripinnunum í stað hinna hefðbundnu sem eru í raun áratugagömul tækni. Í samtali við Washington Post sagði ofurstinn Udi Tzur að ótrúlegt væri hve fljótt ungir hermenn næðu tökum á því að stýra frumgerðinni. Hann sagðist ekki hafa trúað því hve hratt það gerðist. Hann sagði það eingöngu til komið vegna þess að ungt fólk er þegar verulega vant stýripinnum sem þessum Umfjöllun WP um skriðdrekann hefst á því að séð utan frá virðist Carmel vera hefðbundinn skriðdreki. Þegar inn í hann er farið komi þó í ljós aðstæður sem svipi til herbergja táninga. Skriðdrekinn er þakinn skjám sem gera stjórnendum hans kleift að sjá umhverfi skriðdrekans í gegnum myndavélar sem eru víða á skrokki skriðdrekans. Hér má sjá myndband frá tæknikynningu síðasta sumar þar sem sjá má frumgerð Carmel, eins og hún var þá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tölvuleikir og hernaður fara saman með þessum hætti. Árið 2018 var sjónpípu kafbátsins USS Colorado breytt á þann hátt að Xbox stýripinni er nú notaður til að hækka og lækka hana. Árið 2014 var samskonar stýripinni notaður til að stýra geislavopni sem Boeing hefur þróað í tilraun. Þá kom nýverið upp umdeilt atvik þar sem tölvuleikjateymi hers Bandaríkjanna var að streyma á Twitch. Áhorfendur sem ræddu stríðsglæpi Bandaríkjanna voru bannaðir frá streyminu, sem var sömuleiðis notað til að reyna að laða unga tölvuleikjaspilara að hernum.
Ísrael Microsoft Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira