Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2020 13:19 Kannanir benda til þess að Trump biði ósigur í kosningum í haust. Nú talar hann um að fresta kosningunum. EPA/Stefani Reynolds Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað þó að hann hafi ekki völd til þess. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. Póstatkvæði sem yfirvöld í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna vilja auðvelda fleiri kjósendum að nýta í forsetakosningunum til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins hefur lengi verið Trump þyrnir í augum. Forsetinn hefur haldið fram án sannana að póstatkvæðum muni fylgja stórfelld kosningasvik. Í tísti sínu í dag heggur Trump í sama knérunn og segir að forsetakosningarnar verði þær „ÓNÁKVÆMUSTU og SVIKSAMLEGUSTU“ í sögunni með póstatkvæðum fyrir alla. Þær eigi eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. „Fresta kosningunum þar til fólk getur kosið almenninglega, öruggt og hættulaust???“ tísti Bandaríkjaforseti. With Universal Mail-In Voting (not Absentee Voting, which is good), 2020 will be the most INACCURATE & FRAUDULENT Election in history. It will be a great embarrassment to the USA. Delay the Election until people can properly, securely and safely vote???— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 30, 2020 Trump hefur átt verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum undanfarið. Slæleg viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum og mótmælum vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hafa komið verulega niður á vinsældum hans. Mælist Joe Biden, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, með allt að tíu prósentustiga forskot á Trump í sumum könnunum á landsvísu. Biden hefur ítrekað varað við því að Trump gæti átt eftir að reyna að „stela“ kosningunum eða vefengja úrslitin og neita að víkja. Tíst Trump komu um stundarfjórðungi eftir að greint var frá því að hagkerfi Bandaríkjanna hefði dregist saman um 9,5% á öðru ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi frá því að byrjað var að taka saman slíkar hagtölur fyrir um sjötíu árum, að sögn Washington Post. Fordæmalaust er að forsetakosningum sé frestað í Bandaríkjunum. Þannig var forsetakosningum hvorki frestað í bandaríska borgarastríðinu né í síðari heimsstyrjöldinni. Never in American history not even during the Civil War and World War II--has there been a successful move to Delay the Election for President.— Michael Beschloss (@BeschlossDC) July 30, 2020 AP-fréttastofan segir að kveðið sé á um kjördag forsetakosninga, fyrsta þriðjudag eftir fyrsta mánudag í nóvember, í alríkislögum. Honum verði ekki breytt nema með lagabreytingu á Bandaríkjaþingi. Þá geri stjórnarskrá ekki ráð fyrir neinum töfum á innsetningu nýs forseta sem á að fara fram 20. janúar árið 2021. Engar vísbendingar eru um að víðtæk kosningasvik fylgi póstatkvæðum þrátt fyrir fullyrðingar Trump forseta og sumra repúblikana. Í fimm ríkjum er aðeins kosið með póstatkvæðum og segjast þau hafa nauðsynlegar öryggisráðstafanir til að tryggja að erlendir aðilar spilli kosningunum ekki. Kosningasérfræðingar segja að kosningasvindl sé almennt fátítt í Bandaríkjunum. Trump hefur engu að síður ítrekað hamrað á því að kosningarnar í haust verði á einhvern hátt „spilltar“ eða „sviksamlegar“. Utankjörfundaratkvæði eins og póstatkvæði séu helsta ógnin við endurkjör hans. Repúblikanaflokkurinn og forsetaframboð Trump hafa höfðað mál til þess að stöðva áform ríkja um að gera fleirum kleift að greiða atkvæði með pósti eða utankjörfundar. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. 16. júlí 2020 11:22 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað þó að hann hafi ekki völd til þess. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. Póstatkvæði sem yfirvöld í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna vilja auðvelda fleiri kjósendum að nýta í forsetakosningunum til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins hefur lengi verið Trump þyrnir í augum. Forsetinn hefur haldið fram án sannana að póstatkvæðum muni fylgja stórfelld kosningasvik. Í tísti sínu í dag heggur Trump í sama knérunn og segir að forsetakosningarnar verði þær „ÓNÁKVÆMUSTU og SVIKSAMLEGUSTU“ í sögunni með póstatkvæðum fyrir alla. Þær eigi eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. „Fresta kosningunum þar til fólk getur kosið almenninglega, öruggt og hættulaust???“ tísti Bandaríkjaforseti. With Universal Mail-In Voting (not Absentee Voting, which is good), 2020 will be the most INACCURATE & FRAUDULENT Election in history. It will be a great embarrassment to the USA. Delay the Election until people can properly, securely and safely vote???— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 30, 2020 Trump hefur átt verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum undanfarið. Slæleg viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum og mótmælum vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hafa komið verulega niður á vinsældum hans. Mælist Joe Biden, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, með allt að tíu prósentustiga forskot á Trump í sumum könnunum á landsvísu. Biden hefur ítrekað varað við því að Trump gæti átt eftir að reyna að „stela“ kosningunum eða vefengja úrslitin og neita að víkja. Tíst Trump komu um stundarfjórðungi eftir að greint var frá því að hagkerfi Bandaríkjanna hefði dregist saman um 9,5% á öðru ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi frá því að byrjað var að taka saman slíkar hagtölur fyrir um sjötíu árum, að sögn Washington Post. Fordæmalaust er að forsetakosningum sé frestað í Bandaríkjunum. Þannig var forsetakosningum hvorki frestað í bandaríska borgarastríðinu né í síðari heimsstyrjöldinni. Never in American history not even during the Civil War and World War II--has there been a successful move to Delay the Election for President.— Michael Beschloss (@BeschlossDC) July 30, 2020 AP-fréttastofan segir að kveðið sé á um kjördag forsetakosninga, fyrsta þriðjudag eftir fyrsta mánudag í nóvember, í alríkislögum. Honum verði ekki breytt nema með lagabreytingu á Bandaríkjaþingi. Þá geri stjórnarskrá ekki ráð fyrir neinum töfum á innsetningu nýs forseta sem á að fara fram 20. janúar árið 2021. Engar vísbendingar eru um að víðtæk kosningasvik fylgi póstatkvæðum þrátt fyrir fullyrðingar Trump forseta og sumra repúblikana. Í fimm ríkjum er aðeins kosið með póstatkvæðum og segjast þau hafa nauðsynlegar öryggisráðstafanir til að tryggja að erlendir aðilar spilli kosningunum ekki. Kosningasérfræðingar segja að kosningasvindl sé almennt fátítt í Bandaríkjunum. Trump hefur engu að síður ítrekað hamrað á því að kosningarnar í haust verði á einhvern hátt „spilltar“ eða „sviksamlegar“. Utankjörfundaratkvæði eins og póstatkvæði séu helsta ógnin við endurkjör hans. Repúblikanaflokkurinn og forsetaframboð Trump hafa höfðað mál til þess að stöðva áform ríkja um að gera fleirum kleift að greiða atkvæði með pósti eða utankjörfundar.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. 16. júlí 2020 11:22 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13
Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. 16. júlí 2020 11:22
Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40