Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 23:40 Ef kosið yrði í dag gæti svo farið að Joe Biden (t.v.) hefði afgerandi sigur gegn Trump forseta. Vísir/AP Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. Biden er ekki aðeins með stórt forskot á landsvísu heldur mælist með meiri stuðning í nánast öllum lykilríkjum. Frá upphafi kjörtímabils Trump árið 2017 hafa fleiri verið óánægðir með störf hans en ánægðir. Þrátt fyrir það bentu skoðanakannanir lengi vel til þess að tiltölulega mjótt yrði á munum þegar spurt var um mögulega mótframbjóðendur Demókrataflokksins. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og hávær mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hafa aukið enn á óvinsældir forsetans. Tæp 56% segjast nú óánægð með störf Trump en 40% ánægð. Kjósendur telja Trump hafa brugðist illa við faraldrinum og samskipti ólíkra kynþátta er sá málaflokkur sem þeir hafa treysta Trump minnst fyrir. Nú þegar tæpir fjórir mánuðir eru til kosninga eru teikn á lofti um að Trump gæti beðið afhroð gegn Biden. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana undanfarinn mánuð er Biden með á bilinu 8,9-9,6 prósentustiga forskot á forsetann á landsvísu, að því er segir í úttekt Five Thirty Eight, tölfræðivefs sem heldur utan um meðaltal kannana og vinnur kosningaspár. Nær öll lykilríkin hallast að Biden Úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast oftar en ekki af því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem tiltölulega litlu munar á stuðningi við flokkana tvo. Bandaríkjamenn kjósa forseta ekki beinni kosningu heldur fær hvert ríki jafnmarga svonefnda kjörmenn og þau hafa þingmenn á Bandaríkjaþingi. Kjörmennirnir svo forsetann. Þannig tryggði Trump sér sigur í kosningunum árið 2016 með því að sigra naumlega í lykilríkjum eins og Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan þrátt fyrir að hann fengi færri atkvæði en Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, á landsvísu. Skoðanakannanir í einstökum ríkjum bera þess merki að endurkjör Trump sé í raunverulegri hættu. Þannig er Biden með forskot í nærri því öllum lykilríkjunum um þessar mundir, þar á meðal í Georgíu sem hallast vanalega að Repúblikanaflokknum. Landaði Biden sigri í öllum þeim lykilríkjum sem hallast frekar að demókrötum tryggði hann sér nægan fjölda kjörmanna til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Greinandi Five Thirty Eight bendir þó á að enn sé töluvert í kosningarnar og landslagið geti breyst í millitíðinni. Nýleg greining CNN á forsetakosningum þar sem forseti sóttist eftir endurkjöri sýndi hins vegar að sjö prósentustiga sveifla varð að meðaltali frá skoðanakönnunum á þessu stigi kosningabaráttunnar og endanlegra úrslita kosninga. Jafnvel þó að Trump bætti sig um sjö prósentustig gagnvart Biden fyrir kjördag stæði hann enn höllum fæti. Enn verri væri staða forsetans ef sveiflan yrði aðeins 4,5 stig eins og hún hefur verið að miðgildi frá 1940. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. Biden er ekki aðeins með stórt forskot á landsvísu heldur mælist með meiri stuðning í nánast öllum lykilríkjum. Frá upphafi kjörtímabils Trump árið 2017 hafa fleiri verið óánægðir með störf hans en ánægðir. Þrátt fyrir það bentu skoðanakannanir lengi vel til þess að tiltölulega mjótt yrði á munum þegar spurt var um mögulega mótframbjóðendur Demókrataflokksins. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og hávær mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hafa aukið enn á óvinsældir forsetans. Tæp 56% segjast nú óánægð með störf Trump en 40% ánægð. Kjósendur telja Trump hafa brugðist illa við faraldrinum og samskipti ólíkra kynþátta er sá málaflokkur sem þeir hafa treysta Trump minnst fyrir. Nú þegar tæpir fjórir mánuðir eru til kosninga eru teikn á lofti um að Trump gæti beðið afhroð gegn Biden. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana undanfarinn mánuð er Biden með á bilinu 8,9-9,6 prósentustiga forskot á forsetann á landsvísu, að því er segir í úttekt Five Thirty Eight, tölfræðivefs sem heldur utan um meðaltal kannana og vinnur kosningaspár. Nær öll lykilríkin hallast að Biden Úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast oftar en ekki af því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem tiltölulega litlu munar á stuðningi við flokkana tvo. Bandaríkjamenn kjósa forseta ekki beinni kosningu heldur fær hvert ríki jafnmarga svonefnda kjörmenn og þau hafa þingmenn á Bandaríkjaþingi. Kjörmennirnir svo forsetann. Þannig tryggði Trump sér sigur í kosningunum árið 2016 með því að sigra naumlega í lykilríkjum eins og Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan þrátt fyrir að hann fengi færri atkvæði en Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, á landsvísu. Skoðanakannanir í einstökum ríkjum bera þess merki að endurkjör Trump sé í raunverulegri hættu. Þannig er Biden með forskot í nærri því öllum lykilríkjunum um þessar mundir, þar á meðal í Georgíu sem hallast vanalega að Repúblikanaflokknum. Landaði Biden sigri í öllum þeim lykilríkjum sem hallast frekar að demókrötum tryggði hann sér nægan fjölda kjörmanna til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Greinandi Five Thirty Eight bendir þó á að enn sé töluvert í kosningarnar og landslagið geti breyst í millitíðinni. Nýleg greining CNN á forsetakosningum þar sem forseti sóttist eftir endurkjöri sýndi hins vegar að sjö prósentustiga sveifla varð að meðaltali frá skoðanakönnunum á þessu stigi kosningabaráttunnar og endanlegra úrslita kosninga. Jafnvel þó að Trump bætti sig um sjö prósentustig gagnvart Biden fyrir kjördag stæði hann enn höllum fæti. Enn verri væri staða forsetans ef sveiflan yrði aðeins 4,5 stig eins og hún hefur verið að miðgildi frá 1940.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40
Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent