Kjartan: Blikar voru frábærir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 22:16 Kjartan Stefánsson segir að Fylkiskonur hafi misst dampinn á síðustu vikum eftir góða byrjun á tímabilinu. vísir/bára Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, sagði að Árbæingar hefðu mætt ofjörlum sínum þegar Breiðablik kom í heimsókn í kvöld. Blikar léku á alls oddi í fyrri hálfleik og skoruðu þá öll sín fjögur mörk. „Blikar voru yfir í öllu og mikið betri en við í dag,“ sagði Kjartan í samtali við Vísi eftir leikinn á Würth-vellinum. Hann hefði viljað sjá sitt lið gera betur í leiknum, jafnvel þótt við ofurefli hefði verið að etja. „Blikar voru frábærir í þessum leik. Við vorum kannski frá okkar besta. Það sem ég er ósáttastur með er hvað við fáum á okkur mörg mörk úr föstum leikatriðum. Við stóðum of langt frá og gáfum þeim of mikið svæði. Það eru kannski leiðindin í þessu. Svo sköpuðum við okkur ekki mikið.“ Staðan var 0-4 í hálfleik og úrslitin nánast ráðin. Fylkiskonur náðu þó að bjarga andlitinu í seinni hálfleik og héldu hreinu í honum. „Við ætluðum a.m.k. að koma út á völlinn og vera þéttari og reyna að sækja að sama skapi. En klárlega þurftum við að svara og ekki tapa seinni hálfleiknum. Við ætluðum að gefa þeim leik hérna í kvöld en þær voru bara þetta góðar og tóku okkur,“ sagði Kjartan. Fylkiskonur hafa ekki spilað vel í síðustu leikjum þótt fyrsta tapið hafi ekki komið fyrr en í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu en við höfum misst taktinn. Kannski fórum við ekki vel út úr sóttkvínni og þurfum að svara því,“ sagði Kjartan en líkt og Breiðablik og KR þurfti Fylkir að fara í tveggja vikna sóttkví. Hún virðist hafa farið verst í Fylki af þessum þremur liðum. Kjartan segir kærkomið að fá smá tíma til að anda núna en næsti leikur Fylkis er ekki fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku. „Við komumst loksins í frí. Þetta er bara endalaus endurheimt og undirbúningur fyrir leiki. Maður getur varla tekið alvöru æfingu,“ sagði Kjartan að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, sagði að Árbæingar hefðu mætt ofjörlum sínum þegar Breiðablik kom í heimsókn í kvöld. Blikar léku á alls oddi í fyrri hálfleik og skoruðu þá öll sín fjögur mörk. „Blikar voru yfir í öllu og mikið betri en við í dag,“ sagði Kjartan í samtali við Vísi eftir leikinn á Würth-vellinum. Hann hefði viljað sjá sitt lið gera betur í leiknum, jafnvel þótt við ofurefli hefði verið að etja. „Blikar voru frábærir í þessum leik. Við vorum kannski frá okkar besta. Það sem ég er ósáttastur með er hvað við fáum á okkur mörg mörk úr föstum leikatriðum. Við stóðum of langt frá og gáfum þeim of mikið svæði. Það eru kannski leiðindin í þessu. Svo sköpuðum við okkur ekki mikið.“ Staðan var 0-4 í hálfleik og úrslitin nánast ráðin. Fylkiskonur náðu þó að bjarga andlitinu í seinni hálfleik og héldu hreinu í honum. „Við ætluðum a.m.k. að koma út á völlinn og vera þéttari og reyna að sækja að sama skapi. En klárlega þurftum við að svara og ekki tapa seinni hálfleiknum. Við ætluðum að gefa þeim leik hérna í kvöld en þær voru bara þetta góðar og tóku okkur,“ sagði Kjartan. Fylkiskonur hafa ekki spilað vel í síðustu leikjum þótt fyrsta tapið hafi ekki komið fyrr en í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu en við höfum misst taktinn. Kannski fórum við ekki vel út úr sóttkvínni og þurfum að svara því,“ sagði Kjartan en líkt og Breiðablik og KR þurfti Fylkir að fara í tveggja vikna sóttkví. Hún virðist hafa farið verst í Fylki af þessum þremur liðum. Kjartan segir kærkomið að fá smá tíma til að anda núna en næsti leikur Fylkis er ekki fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku. „Við komumst loksins í frí. Þetta er bara endalaus endurheimt og undirbúningur fyrir leiki. Maður getur varla tekið alvöru æfingu,“ sagði Kjartan að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52