Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 21:56 Þorsteinn Halldórsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Ólafi Péturssyni. vísir/bára „Já, ég gæti alveg trúað því. Við héldum boltanum vel og opnuðum þær og spiluðum heilt yfir frábæran fyrri hálfleik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi, aðspurður hvort frammistaðan í fyrri hálfleik gegn Fylki hafi verið sú besta hjá Kópavogsliðinu í sumar. Blikar voru 0-4 yfir í hálfleik sem urðu síðan lokatölur leiksins. „Það kom okkur kannski á óvart hvað þær voru kaldar að pressa okkur. Það skapaði pláss fyrir okkur inni á miðjunni og við náðum að opna þær í kringum það.“ Blikar slökuðu aðeins á klónni í seinni hálfleik. Þorsteinn segir að það hafi ekki verið með ráðum gert. „Þetta gerist ósjálfrátt að mestu leyti. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en aðalatriðið var að klára leikinn með sæmd og mér fannst við gera það. Þær ógnuðu okkur ekkert og við héldum þeim frá markinu,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik hefur unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 28-0. Þrátt fyrir það segir Þorsteinn að Blikar séu með báða fætur á jörðinni. „Það eru bara búnir sjö leikir af átján og maður fer ekkert fram úr sér. En auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Það er bara gamla klisjan, það er næsti leikur og hann telur alveg jafn mikið og þessi leikur í dag,“ sagði Þorsteinn. „Við erum ánægð með leikinn í dag og ég er mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt og spila þennan góða leik. Við þurfum bara að koma okkur niður á jörðina, njóta næstu daga og byrja svo að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Um það snýst þetta þegar vel gengur; að gleyma sér ekki í gleðinni og halda einbeitingu.“ Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:03 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Já, ég gæti alveg trúað því. Við héldum boltanum vel og opnuðum þær og spiluðum heilt yfir frábæran fyrri hálfleik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi, aðspurður hvort frammistaðan í fyrri hálfleik gegn Fylki hafi verið sú besta hjá Kópavogsliðinu í sumar. Blikar voru 0-4 yfir í hálfleik sem urðu síðan lokatölur leiksins. „Það kom okkur kannski á óvart hvað þær voru kaldar að pressa okkur. Það skapaði pláss fyrir okkur inni á miðjunni og við náðum að opna þær í kringum það.“ Blikar slökuðu aðeins á klónni í seinni hálfleik. Þorsteinn segir að það hafi ekki verið með ráðum gert. „Þetta gerist ósjálfrátt að mestu leyti. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en aðalatriðið var að klára leikinn með sæmd og mér fannst við gera það. Þær ógnuðu okkur ekkert og við héldum þeim frá markinu,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik hefur unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 28-0. Þrátt fyrir það segir Þorsteinn að Blikar séu með báða fætur á jörðinni. „Það eru bara búnir sjö leikir af átján og maður fer ekkert fram úr sér. En auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Það er bara gamla klisjan, það er næsti leikur og hann telur alveg jafn mikið og þessi leikur í dag,“ sagði Þorsteinn. „Við erum ánægð með leikinn í dag og ég er mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt og spila þennan góða leik. Við þurfum bara að koma okkur niður á jörðina, njóta næstu daga og byrja svo að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Um það snýst þetta þegar vel gengur; að gleyma sér ekki í gleðinni og halda einbeitingu.“
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:03 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:03
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó