Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur er komið á topp Pepsi Max deildarinnar eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi.
Valur er komið á topp Pepsi Max deildarinnar eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Vísir/Daniel Thor

Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má finna hér að neðan en alls voru 22 mörk skoruð í umferðinni. Þá var einn leikur markalaus en KA og KR gerðu 0-0 jafntefli þar sem heimamenn í KA brenndu af víti.

Valur tyllti sér á toppinn þökk sé mörkum Lasse Petry, Sigurðs Egils Lárussonar og sjálfsmarks Peter Zachan. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði mark Fjölnis.

Klippa: Mörkin úr leik Fjölnis og Vals

Breiðablik vann ÍA í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. Lokatölur 5-3 Breiðablik í vil. Alexander Helgi Sigurðarson, Thomas Mikkelsen og Kristinn Steindórsson komu Blikum í 4-0 í fyrri hálfleik en sá síðastnefndi skoraði tvívegis. Tryggvi Hrafn Haraldsson svaraði  með marki úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleikur var úti og Hlynur Sævar Jónsson minnkaði muninn í 4-2 í upphafi þess síðari.

Thomas Mikkelsen bætti við marki úr víti en Viktor Jónsson minnkaði muninn skömmu síðar og þar við sat.

Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og íA

Fylkir vann 3-2 sigur á HK í Lautinni en leikurinn var frábær skemmtun. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams kom heimamönnum yfir áður en Valgeir Valgeirsson svaraði með tveimur mörkum fyrir gestina. 

Í síðari hálfleik skoruðu Arnór Gauti Ragnarsson og Valdimar Þór Ingimundarsson fyrir heimamenn og tryggðu þeim stigin þrjú.

Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og HK

FH rétt marði nýliða Gróttu í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn einu. Þórir Jóhann Helgason kom FH yfir í upphafi leiks og þannig var staðan í hálfleik. Daði Freyr Arnarsson - markvörður FH - varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 61. mínútu en Steven Lennon tryggði FH sigurinn með marki aðeins fjórum mínútum síðar.

Klippa: Mörkin úr leik FH og Gróttu

Bikarmeistarar Víkings náðu jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabænum. Lokatölur 1-1 í leik þar sem Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir en Óttar Magnús Karlsson jafnaði metin fyrir Víkinga með marki úr vítaspyrnu.

Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Víkings


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.