Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júlí 2020 23:13 Guðmundur Hjálmarsson, stofnandi og eigandi verktakafyrirtækisins G. Hjálmarsson hf. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríflega tuttugu manna hópur frá eyfirska verktakanum G. Hjálmarsson hf. vinnur lokaáfanga Dettifossvegar, sem tengir nokkrar frægustu náttúruperlur Norðurlands; Ásbyrgi, Hljóðakletta og Dettifoss, og því er mikil ferðamannaumferð á vinnusvæðinu. „Samt megum við nú vera heppnir núna. Umferðin er svona 35 prósent miðað við það sem hún var í fyrra,“ segir verktakinn Guðmundur Hjálmarsson. Og viðurkennir að þægilegra sé að vinna verkið á tíma covid-ferðatakmarkana. Hjálmar Guðmundsson, ýtustjóri og verkstjóri við Dettifossveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjálmar sonur eigandans er verkstjóri og stýrir jafnframt stórri jarðýtu. Hann segir verkið ganga vel. „Við erum bara á góðri áætlun með þetta. Og erum að klára styrktarlagið hérna vonandi um verslunarmannahelgi,“ segir Hjálmar. Við tökum eftir því að ein búkollan heitir Dettifoss. „Já, ég tók upp á því að hérna þegar ég byrjaði – ég er með sex búkollur hérna – og ég skírði þær allar fossnöfnum,“ segir Guðmundur en nöfnin sótti hann í fossa í Jökulsárgljúfrum og Hólmatungum. -Eimskip hefur ekkert hringt og kvartað? „Nei, ég hef ekki heyrt í þeim,“ svarar Guðmundur og glottir. Búkollan Dettifoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Uppbygging Dettifossvegar vestan Jökulsár hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra langa vegar myndi ljúka á nokkrum árum. En núna sér loks fyrir endann á verkinu. Aðeins 8,5 kílómetrar eru eftir á leiðinni milli Dettifoss og Ásbyrgis, á kafla milli Hólmatungna og Vesturdalsafleggjara. „Við stefnum á að fara að malbika hérna fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Guðmundur. Lokaáfanginn niður í Vesturdal og Hljóðakletta verður þó ekki kláraður fyrr en næsta sumar. Athygli vekur að móinn úr vegstæðinu er aftur lagður í vegkantana og mun þannig gróa saman við veginn á nokkrum árum. Gróðurþekjan sem fjarlægð var úr vegstæðinu er síðan lögð í vegkantana. Þannig mun nýi vegurinn renna saman við náttúrlegt gróðurlendi svæðisins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Gömlu móarnir settir hérna upp að köntunum í lokafrágangi. Kemur bara vel út,“ segir Hjálmar. -Þannig að þetta verður flottur vegur? „Hann verður það. Ætli þetta verði ekki bara einn fallegasti vegur landsins,“ segir verkstjórinn. En hvenær verður svo komið samfellt malbik milli Kelduhverfis og Mývatnsöræfa? „Eigum við ekki að stefna á 1. september,“ svarar Guðmundur. -Þá verður kátt í bæ? „Þá verður kátt í bæ, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríflega tuttugu manna hópur frá eyfirska verktakanum G. Hjálmarsson hf. vinnur lokaáfanga Dettifossvegar, sem tengir nokkrar frægustu náttúruperlur Norðurlands; Ásbyrgi, Hljóðakletta og Dettifoss, og því er mikil ferðamannaumferð á vinnusvæðinu. „Samt megum við nú vera heppnir núna. Umferðin er svona 35 prósent miðað við það sem hún var í fyrra,“ segir verktakinn Guðmundur Hjálmarsson. Og viðurkennir að þægilegra sé að vinna verkið á tíma covid-ferðatakmarkana. Hjálmar Guðmundsson, ýtustjóri og verkstjóri við Dettifossveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjálmar sonur eigandans er verkstjóri og stýrir jafnframt stórri jarðýtu. Hann segir verkið ganga vel. „Við erum bara á góðri áætlun með þetta. Og erum að klára styrktarlagið hérna vonandi um verslunarmannahelgi,“ segir Hjálmar. Við tökum eftir því að ein búkollan heitir Dettifoss. „Já, ég tók upp á því að hérna þegar ég byrjaði – ég er með sex búkollur hérna – og ég skírði þær allar fossnöfnum,“ segir Guðmundur en nöfnin sótti hann í fossa í Jökulsárgljúfrum og Hólmatungum. -Eimskip hefur ekkert hringt og kvartað? „Nei, ég hef ekki heyrt í þeim,“ svarar Guðmundur og glottir. Búkollan Dettifoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Uppbygging Dettifossvegar vestan Jökulsár hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra langa vegar myndi ljúka á nokkrum árum. En núna sér loks fyrir endann á verkinu. Aðeins 8,5 kílómetrar eru eftir á leiðinni milli Dettifoss og Ásbyrgis, á kafla milli Hólmatungna og Vesturdalsafleggjara. „Við stefnum á að fara að malbika hérna fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Guðmundur. Lokaáfanginn niður í Vesturdal og Hljóðakletta verður þó ekki kláraður fyrr en næsta sumar. Athygli vekur að móinn úr vegstæðinu er aftur lagður í vegkantana og mun þannig gróa saman við veginn á nokkrum árum. Gróðurþekjan sem fjarlægð var úr vegstæðinu er síðan lögð í vegkantana. Þannig mun nýi vegurinn renna saman við náttúrlegt gróðurlendi svæðisins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Gömlu móarnir settir hérna upp að köntunum í lokafrágangi. Kemur bara vel út,“ segir Hjálmar. -Þannig að þetta verður flottur vegur? „Hann verður það. Ætli þetta verði ekki bara einn fallegasti vegur landsins,“ segir verkstjórinn. En hvenær verður svo komið samfellt malbik milli Kelduhverfis og Mývatnsöræfa? „Eigum við ekki að stefna á 1. september,“ svarar Guðmundur. -Þá verður kátt í bæ? „Þá verður kátt í bæ, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent