Skútustaðahreppur

Fréttamynd

Mý­vetningar til­heyra nú Þing­eyjar­sveit

Sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur hlotið heitið Þingeyjarsveit. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar en meirihluti þátttakenda valdi heitið í ráðgefandi skoðanakönnunum sem gerðar voru meðal íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan

Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gert ráð fyrir sveitar­stjóra í nýju sveitar­fé­lagi

Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins.

Innlent
Fréttamynd

Óvissustig vegna landriss í Öskju

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda.

Innlent
Fréttamynd

Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega

Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Manni bjargað úr sjálfheldu á hálendinu

Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Stefáni á Mývatni ásamt landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs voru ræstir út laust fyrir klukkan fjögur í dag þegar maður í sjálfheldu við Öskju virkjaði neyðarhnapp sinn.

Innlent
Fréttamynd

And­styggi­leg snjó­koma gerir Mý­vetningum lífið leitt

Bóndi í Mývatnssveit segir andstyggilegt að tekið hafi að snjóa í sveitinni nú þegar júnímánuður er að verða hálfnaður. Hann segir snjókomu og bleytu fara illa með fuglalíf og búfénað í sveitinni, að ógleymdum vondum áhrifum á lundarfar bænda og búenda.

Innlent
Fréttamynd

Getur ekki tekið á móti fleiri gömlum bílum á Ystafelli

Eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli í Köldukinn skammt frá Húsavík hefur ekki undan að neita fólki um gamla bíla, sem það vill gefa safninu. Á safninu í dag eru um eitt hundrað bílar, meðal annars forsetabíllinn, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Innlent
Fréttamynd

Vogafjós í miklum vandræðum með að fá starfsfólk

Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigandi Vogafjóss í Mývatnssveit segir það sæta mikilli undrun að ekki sé hægt að fá fólk til að vinna í ferðaþjónustu nú þegar ferðamenn streymi til landsins. Hún segir að fólk á lista frá Vinnumálastofnun neiti ítrekað eða svari ekki þegar því er boðin vinna

Innlent