Norðurþing

Fréttamynd

Að byggja upp á Bakka

Iðnaðarsvæðið á Bakka er eitt mikilvægasta svæði Íslendinga til uppbyggingar á sviði iðnaðar og orkunýtingar. Á svæðinu eru einstakar auðlindir sem skapa tækifæri til tekjuöflunar, fjölgun starfa og gjaldeyristekjur fyrir land og þjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Tugir missa vinnuna í sumar

Forstjóri PCC á Bakka vonar að þeir tugir starfsmanna verksmiðjunnar sem missa vinnuna í sumar þreyi þorrann þar til hægt verði að hefja rekstur að nýju og ráði sig aftur til PCC. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um mál PCC. Forstjórinn segir nauðsynlegt að stemma stigu við ríkisstyrktum innflutningi á kínverskum málmi.

Innlent
Fréttamynd

Steini frá Straum­nesi látinn

Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði.

Innlent
Fréttamynd

Helgi leiðir nefnd um at­vinnu­mál í Norðurþingi

Helgi Valberg Jensson verður formaður starfshóps forsætisráðherra sem vinnur að kortlagningu á stöðu atvinnumála í Norðurþingi. Tilkynnt hefur verið um tímabundna rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka frá miðjum júlí. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Euro­vision að­dá­endur flykkjast enn til Húsa­víkur

Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið.

Lífið
Fréttamynd

Verður nýr skóla­meistari á Húsa­vík

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Halldór Jón Gíslason í embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Hús­eig­andinn Jón dansari segist koma af fjöllum

Jón Eyþór Gottskálksson, eða Jón dansari, er eigandi húsnæðisins á Raufarhöfn þar sem sérsveit réðst í húsleit í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Hann segist ekki kannast við málið.

Innlent
Fréttamynd

„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“

Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma.

Innlent
Fréttamynd

Norðurþing treður yfir varnaðar­orð og eignar­rétt

Hver þarf samkomulag þegar maður á jarðýtu? Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið upp nýja aðferð í skipulagsmálum sem er bæði einföld og skilvirk. „Láttu sem þú eigir landið, skipuleggðu það á pappír, og komdu svo með tækin.“

Skoðun
Fréttamynd

VG skoðar sam­starf við aðra flokka fyrir kosningar næsta vor

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir víða um land rætt um mögulegt samstarf í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fara fram næsta vor. Hún vill ekki segja til um hvaða flokka sé að ræða en nefnir í þessu samhengi Kópavog, Árborg og Ísafjörð.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið tekur – landsbyggðirnar fá minna

Óvissa, sundurlyndi og uggur einkennir umræðuna um hækkun veiðigjalda. Þar sem hún mun hafa mest áhrif. Vilji ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr um að gjöldin skuli hækka. Og um það virðist stór hluti þjóðarinnar sammála. Að í sameiginlega sjóði renni með beinum hætti aukin renta af fiskveiðiauðlindinni.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar sam­fé­lagið þagnar

Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni.

Skoðun
Fréttamynd

Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, undirrituðu í dag samning sem ætlað er að tryggja framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili í Norðurþingi.

Innlent
Fréttamynd

Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka

Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar.

Innlent