Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Fylkir 2-2 | Jafntefli fyrir norðan

Rúnar Þór Brynjarsson skrifar
Fylkir náði í stig á Akureyri.
Fylkir náði í stig á Akureyri. VÍSIR/DANÍEL

Þór/KA gerði 2-2 jafntefli við Fylki í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Árbæingar hafa ekki enn tapað leik en eru þó komin töluvert á eftir toppliði Breiðabliks.

Fyrri hálfleikur

Leikurinn fór mjög rólega af stað og ekki mikið sem gerðist fyrstu mínúturnar. Þór/KA var þó mikið betri í fyrri hálfleik og má segja að Fylkiskonur væru heppnar að vera ekki undir í hálfleik.

Þór/KA var oft næstum því búnar að koma sér í góð færi en það vantaði alltaf aðeins upp á að klára dæmið.

Seinni hálfleikur

Sá seinni virtist ætla vera svipaður og sá fyrri. Lítið að gerast og vantaði alltaf aðeins upp á hjá báðum liðum. En leikurinn vaknaði sannarlega til lífsins þegar Fylkir sem voru aldrei búnar að vera líklegar í nánast klukkutíma leik komst yfir.

Varamaðurinn Margrét Björg Ástvaldsdóttir stimplaði sig rækilega inn í leikinn með góðu skoti sem Harpa Jóhannsdóttir kom engum vörnum við.

Við þetta vöknuðu heimakonur og voru ekki lengi að jafna metin. María Catharina komst ein í gegn og átti skot beint á markið, boltinn hrökk út í lappirnar á Margréti Árnadóttir sem kláraði vel. 1-1.

Á 76. mínútu fengu gestirnir svo vítí og steig hún Bryndís Arna á punktinn. Fast skot á mitt markið og Harpa sem varði víti gegn Selfoss í síðasta leik skutlaði sér í aðra áttina. 2-1 fyrir Fylki.

Aftur jafnaði Þór/KA innan við 120 sekúndur líkt og fyrr í leiknum. En þá var það hún Madeline Rose Gotta sem hljóp upp kantinn sendi fastan bolta inní og skaust boltinn af Þórdísi Elvu inn í eigið mark.

Lokatölur á Akureyri því 2-2 og bæði lið fóru heim með eitt stig.

Af hverju jafntefli?

Leikurinn var vægast sagt skrítinn. Bæði lið í basli og virtist þetta stefna í steindautt jafntefli.

Bæði lið náðu að kreista fram mörkum í seinni hálfleik og var þetta sanngjarnt jafntefli.

Hverjar stóðu upp úr?

Hjá Fylki var Margrét Björg Ástvaldsdóttir mjög góð ásamt Cecilíu sem stóð sig vel í marki Fylkis.

Hjá Þór/KA var Madeline Rose Gotta flott í liði heimmanna og stóð Heiða Ragney sig mjög vel hjá Þór/KA

Hvað gekk illa?

Þór/KA var mikið líklegri en Fylkir í leiknum en samt komust gestirnir yfir tvisvar sinnum. Illa gekk að klára færin hjá Þór/KA en illa gekk hjá Fylki að rífa upp gæðin og spila boltanum vel á milli sín.

Hvað er næst?

Þór/KA á heimaleik gegn KR þriðjudaginn 28.júlí. Fylkir tekur á móti toppliði Breiðabliks í lautinni Miðvikudaginn 29.júlí.

Andri Hjörvar: „Algjör rússíbani“.

„Ég hef sjaldan lent í öðru eins. undir tvisvar sinnum í leiknum og komum til baka, ná tveim mörkum til að jafna leikinn var frábært, það er það sem stendur uppúr. Liðið sýndi gríðarlegan karakter að gefast ekki upp og virkilega stoltur af stelpunum fyrir það.“

Þór/KA var með yfirhöndina í 65 mínútur en komu boltanum ekki fyrir línuna hjá Fylki.

„Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn alveg frábærlega vel, við náðum flottum sóknum en það vantaði smá áræðni í boxið og fyrir framan hann en það kemur bara. Oft á tíðum viljum við spila boltanum of mikið en stelpurnar læra bara af þessu og við vonandi tökum það með okkur í næsta leik.

Kjartan Stefánsson „Við höfum einhvern veginn ekki verið að finna taktinn í síðustu tveim leikjum“

„Gríðarlega svekktur að hafa fengið mörk í andlitið eftir að hafa komist yfir. Tvö jöfnunarmörk og bara fúll með það. Mér fannst þessi leikur í 60.mínútur ekkert sérstakur þetta var bara svona út um allt.

En við stóðum nú ansi margar sóknir vel af okkur varnalega. Við vorum í brasi með sóknarleikinn það var ekki fyrr en á 50. Mínútu til 60.mínútu sem þetta varð svona ágætilega spilað.“

Fylkir var í brasi í fyrri hálfleik og voru í raun heppnar að vera ekki undir í hálfleik.

„Við höfum nú stundum verið að brasa á grasi. Ég veit alltaf af því að það er alltaf smá bras hjá okkur en það er engin afsökun fyrir því. Við höfum einhvern veginn ekki verið að finna taktinn í síðustu tveim leikjum.“

Fylkir komust yfir tvisvar sinnum yfir í leiknum en náðu ekki að halda forystunni lengi.

„ Við töluðum um það sérstaklega fyrir leikinn að ætla þétta okkur ef við myndum komast yfir og gefa ekki færi á okkur í einhvern tíma og reyna halda haus en við náðum því ekki í dag.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.