Fékk gult spjald fyrir að fagna góðri tæklingu samherja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2020 13:28 Sigurður fagnar Ívari eftir góðan varnarleik vinstri bakvarðarins. vísir/stöð 2 sport Það vantaði ekkert upp á baráttugleðina og samstöðuna hjá HK-ingum í leiknum gegn Blikum í Kórnum í gær. HK vann 1-0 sigur með marki Birnis Snæs Ingasonar. HK-ingar vörðust með kjafti og klóm og voru duglegir að fagna vel heppnuðum varnarleik, enginn þó meira en markvörðurinn Sigurður Hrannar Björnsson. Á 68. mínútu komst Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í góða stöðu en Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður HK, stöðvaði hann með góðri tæklingu. Hann var snöggur aftur á fætur og tæklaði boltann í Alexander Helga Sigurðarson og aftur fyrir. Sigurður var svo ánægður með varnarleik Ívars að hann hljóp úr markinu til að fagna honum. Agli Arnari Sigurþórssyni, dómara leiksins, fannst full vel í fagnaðarlætin lagt og gaf Sigurði gula spjaldið. „Mér finnst fáránlegt að hann fái gult spjald. Þegar við varnarhlunkarnir náum einni góðri tæklingu er það eins og skora mark fyrir okkur,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Gerðu það fyrir mig dómari að sleppa að spjalda fyrir svona.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Fékk gult fyrir að fagna tæklingu Sigurður hefur leikið alla leiki HK á þessu tímabili í fjarveru Arnars Freys Ólafssonar. Hann hefur gert sín mistök en haldið hreinu í sigrum á tveimur af bestu liðum landsins, KR og Breiðabliki. „Þetta er mikill sigur fyrir hann. Mér fannst hann njóta þess að spila þennan leik, svolítið keimlíkt því sem hann gerði gegn KR. Hann fær tækifæri upp í hendurnar sem hann hefur aldrei áður fengið, að spila stórleiki í efstu deild, og greip það svo sannarlega gegn KR,“ sagði Reynir um Sigurð. „Svo byggist upp einhver pressa og það er mikil umfjöllun um deildina og getur haft áhrif á menn. En mér fannst hann eins og hann hefði kastað því öllu út um gluggann, mætt og fundist hann ekki hafa neinu að tapa og notið þess að spila þennan grannaslag. Og hann var frábær í þessum leik.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Frammistaða Sigurðar gegn Breiðabliki Sigurður, sem er 26 ára, lék áður með Víkingi R., Tindastóli, Hetti, Fram og Aftureldingu. Hann hefur verið hjá HK síðan 2018. Næsti leikur HK er gegn Fylki í Árbænum á mánudaginn. Liðið mætir svo Aftureldingu í Kórnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01 Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 „Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30 Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Það vantaði ekkert upp á baráttugleðina og samstöðuna hjá HK-ingum í leiknum gegn Blikum í Kórnum í gær. HK vann 1-0 sigur með marki Birnis Snæs Ingasonar. HK-ingar vörðust með kjafti og klóm og voru duglegir að fagna vel heppnuðum varnarleik, enginn þó meira en markvörðurinn Sigurður Hrannar Björnsson. Á 68. mínútu komst Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í góða stöðu en Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður HK, stöðvaði hann með góðri tæklingu. Hann var snöggur aftur á fætur og tæklaði boltann í Alexander Helga Sigurðarson og aftur fyrir. Sigurður var svo ánægður með varnarleik Ívars að hann hljóp úr markinu til að fagna honum. Agli Arnari Sigurþórssyni, dómara leiksins, fannst full vel í fagnaðarlætin lagt og gaf Sigurði gula spjaldið. „Mér finnst fáránlegt að hann fái gult spjald. Þegar við varnarhlunkarnir náum einni góðri tæklingu er það eins og skora mark fyrir okkur,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Gerðu það fyrir mig dómari að sleppa að spjalda fyrir svona.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Fékk gult fyrir að fagna tæklingu Sigurður hefur leikið alla leiki HK á þessu tímabili í fjarveru Arnars Freys Ólafssonar. Hann hefur gert sín mistök en haldið hreinu í sigrum á tveimur af bestu liðum landsins, KR og Breiðabliki. „Þetta er mikill sigur fyrir hann. Mér fannst hann njóta þess að spila þennan leik, svolítið keimlíkt því sem hann gerði gegn KR. Hann fær tækifæri upp í hendurnar sem hann hefur aldrei áður fengið, að spila stórleiki í efstu deild, og greip það svo sannarlega gegn KR,“ sagði Reynir um Sigurð. „Svo byggist upp einhver pressa og það er mikil umfjöllun um deildina og getur haft áhrif á menn. En mér fannst hann eins og hann hefði kastað því öllu út um gluggann, mætt og fundist hann ekki hafa neinu að tapa og notið þess að spila þennan grannaslag. Og hann var frábær í þessum leik.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Frammistaða Sigurðar gegn Breiðabliki Sigurður, sem er 26 ára, lék áður með Víkingi R., Tindastóli, Hetti, Fram og Aftureldingu. Hann hefur verið hjá HK síðan 2018. Næsti leikur HK er gegn Fylki í Árbænum á mánudaginn. Liðið mætir svo Aftureldingu í Kórnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01 Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 „Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30 Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01
Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30
„Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30
Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15