„Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júlí 2020 06:30 Ásgeir Börkur Ásgeirsson í baráttu við Brynjólf Andersen Willumsson í Kórnum í gærkvöld. VÍSIR/DANÍEL „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og alltaf gaman að vinna Breiðablik. Ég held að við höfum bara átt þetta skilið. Það kannski lá á okkur á ákveðnum tímapunktum en mér leið aldrei eins og að þetta myndi leka inn hjá þeim,“ sagði Ásgeir Börkur en viðurkenndi þó að það hefði aðeins farið um sig á lokamínútum leiksins, þegar hann var farinn meiddur af velli. HK hafði tapað fyrstu þremur heimaleikjum sínum í sumar en kom sér þremur stigum frá fallsæti með sigrinum. „Já, já. Það er nóg eftir af þessu móti en ég er ánægður með leikinn. Við töluðum um það fyrir leik að það væri ekki til betri leikur til að rífa sig í gang en Kópavogsslagurinn. Breiðablik er auðvitað með mjög gott lið, vel drillað lið, eins og við vissum en við erum helvíti góðir líka þó að við höfum ekki náð að sýna það upp á síðkastið. Þetta small hjá okkur í dag,“ sagði Ásgeir Börkur. Hefðu getað dælt boltum inn í allt kvöld án þess að skora Hann tók undir að lið HK hefði eftir slaka frammistöðu að undanförnu nú aftur minnt á liðið sem stóð sig svo vel í fyrra: „Það er kannski óvanalegt hjá okkur í sumar að við höfum verið að hleypa inn mörkum eftir föst leikatriði og annað, en ég held að Breiðablik hefði getað dælt boltum inn í teig í allt kvöld og aldrei skorað. Þannig var tilfinningin í fyrra líka, að það væri ekkert að fara að brjóta okkur.“ Ásgeir Börkur lét finna vel fyrir sér í grannaslagnum og fékk slæm högg, og var með klakapoka og teip um allan fótinn þegar hann ræddi við blaðamann. Hann hafði hlaupið haltrandi um völlinn síðustu mínúturnar áður en honum var skipt af velli seint í leiknum og fann greinilega fyrir höggunum: „Svo er ég líka bara orðinn gamall. Nei, nei, ég var smá lemstraður fyrir leik og fékk svo „dead leg“ og þeir sem hafa lent í því vita að það er ekki gott. Þetta er bara hluti af fótboltanum – maður meiðir sig,“ sagði þungarokkarinn léttur. Pepsi Max-deild karla HK Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og alltaf gaman að vinna Breiðablik. Ég held að við höfum bara átt þetta skilið. Það kannski lá á okkur á ákveðnum tímapunktum en mér leið aldrei eins og að þetta myndi leka inn hjá þeim,“ sagði Ásgeir Börkur en viðurkenndi þó að það hefði aðeins farið um sig á lokamínútum leiksins, þegar hann var farinn meiddur af velli. HK hafði tapað fyrstu þremur heimaleikjum sínum í sumar en kom sér þremur stigum frá fallsæti með sigrinum. „Já, já. Það er nóg eftir af þessu móti en ég er ánægður með leikinn. Við töluðum um það fyrir leik að það væri ekki til betri leikur til að rífa sig í gang en Kópavogsslagurinn. Breiðablik er auðvitað með mjög gott lið, vel drillað lið, eins og við vissum en við erum helvíti góðir líka þó að við höfum ekki náð að sýna það upp á síðkastið. Þetta small hjá okkur í dag,“ sagði Ásgeir Börkur. Hefðu getað dælt boltum inn í allt kvöld án þess að skora Hann tók undir að lið HK hefði eftir slaka frammistöðu að undanförnu nú aftur minnt á liðið sem stóð sig svo vel í fyrra: „Það er kannski óvanalegt hjá okkur í sumar að við höfum verið að hleypa inn mörkum eftir föst leikatriði og annað, en ég held að Breiðablik hefði getað dælt boltum inn í teig í allt kvöld og aldrei skorað. Þannig var tilfinningin í fyrra líka, að það væri ekkert að fara að brjóta okkur.“ Ásgeir Börkur lét finna vel fyrir sér í grannaslagnum og fékk slæm högg, og var með klakapoka og teip um allan fótinn þegar hann ræddi við blaðamann. Hann hafði hlaupið haltrandi um völlinn síðustu mínúturnar áður en honum var skipt af velli seint í leiknum og fann greinilega fyrir höggunum: „Svo er ég líka bara orðinn gamall. Nei, nei, ég var smá lemstraður fyrir leik og fékk svo „dead leg“ og þeir sem hafa lent í því vita að það er ekki gott. Þetta er bara hluti af fótboltanum – maður meiðir sig,“ sagði þungarokkarinn léttur.
Pepsi Max-deild karla HK Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15