Íslenski boltinn

Sjáðu sigur­markið í Kópa­vogs­slagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumu­fleygi Stjörnu­manna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli Arnarson vinnur einvígi gegn Höskuldi Gunnlaugssyni.
Atli Arnarson vinnur einvígi gegn Höskuldi Gunnlaugssyni. vísir/daníel

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn.

Fyrsti leikur dagsins var leikur ÍA og Stjörnunnar sem lauk með 2-1 sigri Garðbæinga. Eyjólfur Héðinsson og Alex Þór Hauksson skoruðu fyrir Stjörnuna en Viktor Jónsson fyrir ÍA.

Á Origo-vellinum fór Valur á toppinn eftir 3-0 sigur á Fylki. Kristinn Freyr Sigurðsson, Sebastian Hedlund og Sigurður Egill Lárusson skoruðu mörk Vals.

Grótta og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á nesinu. Karl Friðleifur Gunnarsson kom Gróttu yfir á 2. mínútu en Atli Hrafn Andrason jafnaði á 55. mínútu.

HK vann svo Kópavogsslaginn með einu marki gegn engu en markið skoraði Birnir Snær Ingason. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Breiðablik tekst ekki að vinna.

Klippa: Grótta - Víkingur 1-1
Klippa: Valur - Fylkir 3-0
Klippa: ÍA - Stjarnan 1-2
Klippa: HK - Breiðablik 1-0


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.