Heimir: Óli Kalli gæti farið í næsta glugga Andri Már Eggertsson skrifar 23. júlí 2020 22:00 Túfa (aðstoðarþjálfari Vals) og Heimir Guðjónsson. Vísir/Sigurjón Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Valsmenn gengu á lagið þegar tæpar 15 mínútur voru komnar á klukkuna. Birkir Már lagði boltann á Kristinn Freyr sem var í engum vandræðum með að koma boltanum í netið. Umdeilt annað mark Vals kom eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli sem Sebastian Hedlund stangaði í netið. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Orri Sveinn gerði sig brotlegan inn í sínum eigin vítateig á lokamínútum leiksins sem endaði með að Sigurður Egill skoraði þriðja mark Vals og gerði út um leikinn. „Það er frábært að vinna loksins á heimavelli. Allir vita að það hefur ekki gengið vel hjá okkur á Origo vellinum þannig það var ljúft að snúa þessu við og vinna allavega einn leik hérna,” sagði Heimir ánægður eftir sigurinn. Eftir sigurinn á Fylki er Valur kominn í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar Heimir var ánægður með að vera kominn á toppinn en benti á það að það eru mörg lið sem stefna þangað og Valur tekur bara einn leik í einu. Fjölnir er næsti leikur Vals sem verður mjög erfitt verkefni að mati Heimis sem sá leikinn þeirra á móti KR. „Í seinni hálfleik vorum við sjálfum okkur verstir, við vorum búnir að ræða um að Fylkis liðið myndi koma út og pressa okkur sem við leistum ekki nógu vel. Við fengum möguleika í bæði fyrri og seinni hálfleik til að gera út um leikinn en okkur tókst það ekki. Sigurinn er þó góður þeir hafa gert mjög góða hluti í sumar,” sagði Heimir Patrick Pedersen fór meiddur af velli þegar tæplega korter var eftir af leiknum. Heimir vissi ekki hvernig staðan væri á honum og talaði hann um að þetta væri tak í bakið sem Patrick hafði fengið og átti hann eftir að kanna málið betur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ólafs Karls Finsen hjá Val, Ólafur Karl var ekki í leikmannahóp Vals í kvöld. „Það er möguleiki á því að Ólafur Karl Finsen gæti farið í næsta glugga,” sagði Heimir aðspurður hvort Ólafur Karl gæti farið. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Valsmenn gengu á lagið þegar tæpar 15 mínútur voru komnar á klukkuna. Birkir Már lagði boltann á Kristinn Freyr sem var í engum vandræðum með að koma boltanum í netið. Umdeilt annað mark Vals kom eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli sem Sebastian Hedlund stangaði í netið. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Orri Sveinn gerði sig brotlegan inn í sínum eigin vítateig á lokamínútum leiksins sem endaði með að Sigurður Egill skoraði þriðja mark Vals og gerði út um leikinn. „Það er frábært að vinna loksins á heimavelli. Allir vita að það hefur ekki gengið vel hjá okkur á Origo vellinum þannig það var ljúft að snúa þessu við og vinna allavega einn leik hérna,” sagði Heimir ánægður eftir sigurinn. Eftir sigurinn á Fylki er Valur kominn í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar Heimir var ánægður með að vera kominn á toppinn en benti á það að það eru mörg lið sem stefna þangað og Valur tekur bara einn leik í einu. Fjölnir er næsti leikur Vals sem verður mjög erfitt verkefni að mati Heimis sem sá leikinn þeirra á móti KR. „Í seinni hálfleik vorum við sjálfum okkur verstir, við vorum búnir að ræða um að Fylkis liðið myndi koma út og pressa okkur sem við leistum ekki nógu vel. Við fengum möguleika í bæði fyrri og seinni hálfleik til að gera út um leikinn en okkur tókst það ekki. Sigurinn er þó góður þeir hafa gert mjög góða hluti í sumar,” sagði Heimir Patrick Pedersen fór meiddur af velli þegar tæplega korter var eftir af leiknum. Heimir vissi ekki hvernig staðan væri á honum og talaði hann um að þetta væri tak í bakið sem Patrick hafði fengið og átti hann eftir að kanna málið betur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ólafs Karls Finsen hjá Val, Ólafur Karl var ekki í leikmannahóp Vals í kvöld. „Það er möguleiki á því að Ólafur Karl Finsen gæti farið í næsta glugga,” sagði Heimir aðspurður hvort Ólafur Karl gæti farið.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur. 23. júlí 2020 22:05