„Munurinn á mér og Solskjær er að hann fékk tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 13:30 David Moyes fer á sinn gamla heimavöll, Old Trafford, annað kvöld. getty/Richard Heathcote David Moyes segir að eini munurinn á sér og Ole Gunnar Solskjær í stjórastólnum hjá Manchester United sé að Norðmanninum hafi verið sýnd þolinmæði. Moyes stýrir West Ham sem mætir United í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar annað kvöld. Skotinn var ráðinn eftirmaður Sir Alex Ferguson hjá United 2013 en entist aðeins tíu mánuði í starfi. Hann segist hafa þurft meiri tíma, eitthvað sem Solskjær hafi fengið hjá United. „Þetta er stórkostlegt félag og að mínu mati það stærsta í heimi. Það hefur alltaf verið einstakt að spila þarna og ég hlakka til leiksins,“ sagði Moyes á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun. „Byrjunin hjá Ole var erfið en munurinn á mér og honum er að hann fékk tíma,“ bætti Skotinn við. Hann hrósaði Solskjær fyrir að nota unga leikmenn síðan hann tók við liðinu. „Hann hefur tekið inn leikmenn úr unglingastarfinu sem er eitthvað sem Manchester United hefur alltaf staðið fyrir. Þeir eru með nokkra mjög spennandi leikmenn.“ Eftir tvo sigra í röð er West Ham svo gott sem búið að bjarga sér frá falli. United á hins vegar í harðri baráttu við Chelsea og Leicester City um að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 62 stig, jafn mörg og Leicester sem er í 4. sætinu. United á hins vegar leikinn við West Ham til góða. United og Leicester mætast svo í lokaumferðinni á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
David Moyes segir að eini munurinn á sér og Ole Gunnar Solskjær í stjórastólnum hjá Manchester United sé að Norðmanninum hafi verið sýnd þolinmæði. Moyes stýrir West Ham sem mætir United í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar annað kvöld. Skotinn var ráðinn eftirmaður Sir Alex Ferguson hjá United 2013 en entist aðeins tíu mánuði í starfi. Hann segist hafa þurft meiri tíma, eitthvað sem Solskjær hafi fengið hjá United. „Þetta er stórkostlegt félag og að mínu mati það stærsta í heimi. Það hefur alltaf verið einstakt að spila þarna og ég hlakka til leiksins,“ sagði Moyes á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun. „Byrjunin hjá Ole var erfið en munurinn á mér og honum er að hann fékk tíma,“ bætti Skotinn við. Hann hrósaði Solskjær fyrir að nota unga leikmenn síðan hann tók við liðinu. „Hann hefur tekið inn leikmenn úr unglingastarfinu sem er eitthvað sem Manchester United hefur alltaf staðið fyrir. Þeir eru með nokkra mjög spennandi leikmenn.“ Eftir tvo sigra í röð er West Ham svo gott sem búið að bjarga sér frá falli. United á hins vegar í harðri baráttu við Chelsea og Leicester City um að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 62 stig, jafn mörg og Leicester sem er í 4. sætinu. United á hins vegar leikinn við West Ham til góða. United og Leicester mætast svo í lokaumferðinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn