Segir að Pearson hafi ekki gengið í skrokk á neinum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2020 10:00 Troy Deeney er fyrirliði Watford sem er rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Troy Deeney, fyrirliði Watford, blæs á sögusagnir um að handalögmál hafi átt sér stað í búningsklefa Watford í hálfleik er liðið mætti West Ham á föstudaginn. Watford tapaði leiknum 3-1 og sögusagnir bárust af því að Nigel Pearson, þáverandi stjóri liðsins, hafi látið leikmennina heldur betur heyra það og rúmlega það í leikhléinu. Hann hafi gengið það langt að hann hafi slegist við einhverja leikmenn liðsins en Deeney segir það algjört bull. „Stjórinn lagði ekki hendur á neinn. Hann var svekktur og var heitur er hann talaði við okkur,“ sagði Deeney. „Enginn var að slást, enginn var laminn. Það voru engin handalögmál.“ "No-one was fighting, no-one was punched."Watford captain Troy Deeney has denied reports of a fight in the Hornets' dressing room during half-time in Friday's 3-1 defeat at West Ham.Full story https://t.co/rlEwYGL7rS #bbcfootball pic.twitter.com/uzUWzBwCov— BBC Sport (@BBCSport) July 21, 2020 Á sunnudaginn kom það svo í ljós að Watford væri búið að reka Pearson úr starfi og er hann því þriðji þjálfarinn sem fær rauða spjaldið frá Watford á leiktíðinni. „Þú kemur að þeim tímapunkti í fótboltanum þar sem þú ert ekki hissa lengur en ég myndi þó segja að þetta hafi kom mér á óvart og skellti mér niður á jörðina.“ Einnig bárust sögusagnir af því að fyrirliðinn Deeney vildi velja hverjir myndu spila en það segir hann einnig að sé algjör þvæla. „Troy [Deeney] mun ekki velja liðið því ég hef einnig lesið það. Ég er víst spilandi þjálfari.“ Unglingaþjálfarinn Hayden Mullins og markmannsþjálfarinn Graham Stack munu stýra Watford í síðustu tveimur leikjunum en þeir mæta City á útivelli í kvöld áður en Arsenal bíður í lokaumferðinni um helgina. „Við þurfum að virða þessa ákvörðun og leggja allt okkar traust á Hayden og Stacky sem eru góðir menn.“ Watford er þremur stigum á undan Aston Villa, sem er í fallsæti, og geta þar af leiðandi fellt Villa í kvöld, nái þeir stigi gegn City. Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, blæs á sögusagnir um að handalögmál hafi átt sér stað í búningsklefa Watford í hálfleik er liðið mætti West Ham á föstudaginn. Watford tapaði leiknum 3-1 og sögusagnir bárust af því að Nigel Pearson, þáverandi stjóri liðsins, hafi látið leikmennina heldur betur heyra það og rúmlega það í leikhléinu. Hann hafi gengið það langt að hann hafi slegist við einhverja leikmenn liðsins en Deeney segir það algjört bull. „Stjórinn lagði ekki hendur á neinn. Hann var svekktur og var heitur er hann talaði við okkur,“ sagði Deeney. „Enginn var að slást, enginn var laminn. Það voru engin handalögmál.“ "No-one was fighting, no-one was punched."Watford captain Troy Deeney has denied reports of a fight in the Hornets' dressing room during half-time in Friday's 3-1 defeat at West Ham.Full story https://t.co/rlEwYGL7rS #bbcfootball pic.twitter.com/uzUWzBwCov— BBC Sport (@BBCSport) July 21, 2020 Á sunnudaginn kom það svo í ljós að Watford væri búið að reka Pearson úr starfi og er hann því þriðji þjálfarinn sem fær rauða spjaldið frá Watford á leiktíðinni. „Þú kemur að þeim tímapunkti í fótboltanum þar sem þú ert ekki hissa lengur en ég myndi þó segja að þetta hafi kom mér á óvart og skellti mér niður á jörðina.“ Einnig bárust sögusagnir af því að fyrirliðinn Deeney vildi velja hverjir myndu spila en það segir hann einnig að sé algjör þvæla. „Troy [Deeney] mun ekki velja liðið því ég hef einnig lesið það. Ég er víst spilandi þjálfari.“ Unglingaþjálfarinn Hayden Mullins og markmannsþjálfarinn Graham Stack munu stýra Watford í síðustu tveimur leikjunum en þeir mæta City á útivelli í kvöld áður en Arsenal bíður í lokaumferðinni um helgina. „Við þurfum að virða þessa ákvörðun og leggja allt okkar traust á Hayden og Stacky sem eru góðir menn.“ Watford er þremur stigum á undan Aston Villa, sem er í fallsæti, og geta þar af leiðandi fellt Villa í kvöld, nái þeir stigi gegn City.
Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira