Nik: Pirrandi að fá á sig mark svona seint Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2020 22:10 Nik var ekki sáttur með að fá á sig mark seint í leiknum. Vísir/Þróttur Þróttur gerði í kvöld 1-1 jafntefli við KR á útivelli í Pepsi Max deild kvenna. KR skoruðu jöfnunarmarkið í uppbótartíma en markið var ansi óvænt þar sem Þróttur voru búnar að vera betra liðið í seinni hálfleik. Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var vonsvikinn eftir leik en á sama tíma stoltur af einni flottu frammistöðunni hjá þessu unga liði Þróttar en meðalaldurinn í byrjunarliði Þróttar var 20,4 ár í kvöld. „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur,” sagði Nik um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara út af. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Þróttur gerði í kvöld 1-1 jafntefli við KR á útivelli í Pepsi Max deild kvenna. KR skoruðu jöfnunarmarkið í uppbótartíma en markið var ansi óvænt þar sem Þróttur voru búnar að vera betra liðið í seinni hálfleik. Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var vonsvikinn eftir leik en á sama tíma stoltur af einni flottu frammistöðunni hjá þessu unga liði Þróttar en meðalaldurinn í byrjunarliði Þróttar var 20,4 ár í kvöld. „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur,” sagði Nik um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara út af. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira