Man City við það að kaupa varnarmann Bournemouth Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 07:00 Nathan Aké mun að öllum líkindum leika í ljósbláu á næstu leiktíð. Adam Davy/Getty Images Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester City – stefnir á að bæta varnarlínu sína þegar tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lýkur. Pep hefur fengið nóg af slökum frammistöðum þeirra John Stones og Nicolas Otamendi. Hann ætlar sér að eyða pening í miðvörð eða miðverði þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný og virðist sem Nathan Aké, varnarmaður Bournemouth, sé fyrstur á blaði. Allavega ef eitthvað er að marka heimildir The Guardian. Bournemouth's Nathan Aké expected to join Manchester City in £35m transfer https://t.co/NJjKGsAzd0— The Guardian (@guardian) July 20, 2020 Aké mun kosta City „litlar“ 35 milljónir punda en Bournemouth er svo gott sem fallið. Það virðist ekki hafa áhrif á áhuga City að þessi hollenski varnarmaður hefur verið hluti af varnarlínu sem hefur fengið á sig 64 mörk til þessa á leiktíðinni. Aðeins Norwich City og Aston Villa hafa fengið á sig fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Stefnir í að öll þrjú þeirra falli um deild en Norwich er nú þegar fallið. Athygli vekur að Aké er örvfættur en Pep vill helst spila með réttfættan miðvörð hægra megin í vörninni og örvfættan vinstra megin. Þar hefur Aymeric Laporte verið undanfarin misseri en hann hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Hvort City muni leika með tvo örvfætta miðverði á næstu leiktíð eða ef til vill spila með þriggja manna varnarlínu á eftir að koma í ljós þegar fram líða stundir. Chelsea hefur einnig áhuga á að fá hinn 25 ára gamla Aké til sín en félagið seldi hann til Bournemouth á 20 milljónir punda sumarið 2017. Þá er talið að John Stones gæti farið til Arsenal þar sem Mikael Arteta er við stjórnvölin en hann var aðstoðarþjálfari Pep hjá City áður en hann tók við Lundúnaliðinu. Aké hefur leikið 108 leiki fyrir Bornemouth síðan hann gekk í raðir liðsins og þá hefur hann leikið 13 A-landsleiki fyrir Holland. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester City – stefnir á að bæta varnarlínu sína þegar tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lýkur. Pep hefur fengið nóg af slökum frammistöðum þeirra John Stones og Nicolas Otamendi. Hann ætlar sér að eyða pening í miðvörð eða miðverði þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný og virðist sem Nathan Aké, varnarmaður Bournemouth, sé fyrstur á blaði. Allavega ef eitthvað er að marka heimildir The Guardian. Bournemouth's Nathan Aké expected to join Manchester City in £35m transfer https://t.co/NJjKGsAzd0— The Guardian (@guardian) July 20, 2020 Aké mun kosta City „litlar“ 35 milljónir punda en Bournemouth er svo gott sem fallið. Það virðist ekki hafa áhrif á áhuga City að þessi hollenski varnarmaður hefur verið hluti af varnarlínu sem hefur fengið á sig 64 mörk til þessa á leiktíðinni. Aðeins Norwich City og Aston Villa hafa fengið á sig fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Stefnir í að öll þrjú þeirra falli um deild en Norwich er nú þegar fallið. Athygli vekur að Aké er örvfættur en Pep vill helst spila með réttfættan miðvörð hægra megin í vörninni og örvfættan vinstra megin. Þar hefur Aymeric Laporte verið undanfarin misseri en hann hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Hvort City muni leika með tvo örvfætta miðverði á næstu leiktíð eða ef til vill spila með þriggja manna varnarlínu á eftir að koma í ljós þegar fram líða stundir. Chelsea hefur einnig áhuga á að fá hinn 25 ára gamla Aké til sín en félagið seldi hann til Bournemouth á 20 milljónir punda sumarið 2017. Þá er talið að John Stones gæti farið til Arsenal þar sem Mikael Arteta er við stjórnvölin en hann var aðstoðarþjálfari Pep hjá City áður en hann tók við Lundúnaliðinu. Aké hefur leikið 108 leiki fyrir Bornemouth síðan hann gekk í raðir liðsins og þá hefur hann leikið 13 A-landsleiki fyrir Holland.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira