Íslenski boltinn

Sjáðu magnaða auka­spyrnu Einars, marka­súpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davíð Örn Atlason og Óttar Magnús Karlsson skoruðu báðir í stórsigri Víkinga í gær.
Davíð Örn Atlason og Óttar Magnús Karlsson skoruðu báðir í stórsigri Víkinga í gær. vísir/bára

Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur.

KR vann 3-0 sigur á Fylki í uppgjöri toppliðanna. Staðan var markalaus í hálfleik en Pablo Punyed, Óskar Örn Hauksson og Tobias Thomsen skoruðu mörk KR sem skaut meisturunum á topp deildarinnar.

Átta mörk voru skoruð í Víkinni þar sem Víkingar unnu 6-2 sigur á ÍA. Óttar Magnús Karlsson og Davíð Örn Atlason komu Víkingi í 2-0 en Stefán Teitur Þórðarson minnkaði muninn skömmu fyrir hlé.

Víkingar gengu hins vegar á lagið í síðari hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Nikolaj Hansen og Erlingur Agnarsson áttu hvor sitt markið og Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði tvö. Varamaðurinn Hlynur Snævar Jónsson skoraði annað mark ÍA.

Þriðji og síðasti leikur gærdagsins fór fram í Kópavogi þar sem Valur vann 2-1 sigur á Breiðabliki. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir en Thomas Mikkelsen jafnaði. Sigurmarkið skoraði Einar Karl Ingvarsson og það var af dýrari gerðinni.

Öll mörk gærdagsins má sjá hér að neðan.

Klippa: Breiðablik - Valur 1-2
Klippa: Fylkir - KR 0-3
Klippa: Víkingur - ÍA 6-2

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.