Enski boltinn

Mourin­ho segir að De Gea hafi verið heppinn að fá risa samning í fyrra

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Gea svekktur en hann hefur gert ansi mörg mistök á síðustu vikum og mánuðum.
De Gea svekktur en hann hefur gert ansi mörg mistök á síðustu vikum og mánuðum. vísir/getty

Mistök David de Gea, markvarðar Manchester United, undanfarin ár sýnir að hann hafi verið heppinn að fá risa samninginn sem hann skrifaði undir á síðustu leiktíð.

De Gea skrifaði undir samning sem hljóðar upp á 375 þúsund pund á viku en núverandi samningur hans gildir til júnímánaðar árið 2023.

Spánverjinn kostaði tvö mörk í undanúrslitum enska bikarsins í gær er Man. United tapaði 3-1 fyrir Chelsea og Mourinho segir að sá spænski hafi verið dálítið heppinn.

„De Gea? Fyrir einu eða tveimur árum síðan var heimurinn á eftir honum en á þessu augnabliki eru flestar stóru dyrnar lokaðar,“ sagði Mourinho í samtali við Sky Sports.

„Real Madrid dyrin er lokuð. Þeir þurfa ekki markvörð því þeir eru með [Thibaut] Cortois. Barcelona er með ungan og frábæran markvörð í [Marc-Andre] ter Stegen og PSG er lokað því þeir eru með Keylor Navos sem er mjög góður.“

„Ég sé ekki pressuna. Hver er að fara borga David þessar tölur? De Gea fékk magnaðan samning á tímapunkti sem hann var dálítið heppinn að fá þann samning. Er hann góður? Já, mjög góður.“

„David er mun betri á línunni en að koma út. Ég held að í markinu, hans hæfni og tæknilegt stig er eitt af því besta í heimi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×