Enski boltinn

Hefur þjálfað marga frá­bæra fram­herja en segir Kane meðal þeirra bestu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane og Mourinho léttir eftir sigurinn í gær.
Kane og Mourinho léttir eftir sigurinn í gær. vísir/getty

Harry Kane, framherji Tottenham, er einn sá besti sem Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur þjálfað á sínum langa þjálfaraferli.

Englendingurinn skoraði í tvígang í gær er Tottenham vann 3-1 sigur á Leicester en hann hefur skorað þrettán mörk í átján leikjum undir stjórn Mourinho.

Mourinho hefur þjálfað marga magnaða framherja á sínum ferli t.a.m. Didier Drogba og Cristiano Ronaldo en hann segir að Kane sé á meðal þeirra bestu.

„Auðvitað er hann þar. Það er erfitt fyrir mig að bera saman framherja. Næstum því í öllum félögum hef ég haft marga af bestu framherjunum og auðvitað er Harry þar uppi,“ sagði Mourinho í samtali við Sky Sports.

„Það er erfitt að gera hann betri! Ég held að því sem betur sem liðið verður því betur verður hann. Ég held að þetta velti á okkur. Þetta veltur meira á liðinu en honum sjálfum.“

„Hann er ótrúlegur atvinnumaður. Hann leggur hart að sér og getur ekki lagt meira að sér í hverri viku. Hann er frábær framherji og ég er svo ánægður og Tottenham heppnir að hafa hann,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×