Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 22:26 Carrie Lam tilkynnti um hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveiruna á blaðamannafundi í dag. Fyrir aftan hana má sjá slagorðið „Verjumst veirunni!“ stórum stöfum. Qin Louyue/Getty Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Carrie Lam, æðsta stjórnanda sjálfstjórnarhéraðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Lam að yfir hundrað manns hefðu greinst með veiruna síðastliðinn sólarhring. Þá kynnti hún aðgerðir til þess að heft útbreiðslu veirunnar í Hong Kong. Hún sagði ástandið alvarlegt og að engin merki væru um að stjórn myndi nást á faraldrinum í bráð. Stjórnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að prófa meira fyrir veirunni en hefur verið gert til þessa. Þá munu allir sem ekki teljast til „nauðsynlegra starfsstétta“ þurfa að vinna heima. Lam sagði að héðan í frá yrðu 10 þúsund próf framkvæmd á degi hverjum. Þá verða öll skylduð til þess að bera grímur í innanhússalmenningsrýmum. Áður hafði aðeins verið skylda að bera grímu þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Alls greindust 108 manns með veiruna. Smitin skiptast þannig að 83 þeirra eru svokölluð innanlandssmit, en 25 komu til Hong Kong utan frá. Hong Kong hefur, þar til nýlega, gengið vel í baráttu sinni við faraldurinn. Gripið var til yfirgripsmikilla aðgerða í byrjun þessa árs, þegar faraldursins var fyrst vart í Kína. Þó hefur sigið á ógæfuhliðina í sóttvarnamálum í héraðinu, en síðustu tvær vikur hafa yfir 500 manns greinst með virk veirusmit. Óttast að stjórnvöld nýti sér faraldurinn Síðustu vikur hafa stjórnvöld í Hong Kong bannað ýmsa viðburði, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Til að mynda varð ekkert af árlegri minningarathöfn sem halda átti 4. júní síðastliðinn, til minningar um þau sem létust í mótmælum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Eins var tekið fyrir árlegan lýðræðisfund þann 1. júlí, í sóttvarnaskyni. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa sakað stjórnvöld um að notfæra sér heimsfaraldurinn til þess að berja niður slíka fundi og önnur mótmæli sem ekki hugnast stjórnvöldum. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Carrie Lam, æðsta stjórnanda sjálfstjórnarhéraðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Lam að yfir hundrað manns hefðu greinst með veiruna síðastliðinn sólarhring. Þá kynnti hún aðgerðir til þess að heft útbreiðslu veirunnar í Hong Kong. Hún sagði ástandið alvarlegt og að engin merki væru um að stjórn myndi nást á faraldrinum í bráð. Stjórnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að prófa meira fyrir veirunni en hefur verið gert til þessa. Þá munu allir sem ekki teljast til „nauðsynlegra starfsstétta“ þurfa að vinna heima. Lam sagði að héðan í frá yrðu 10 þúsund próf framkvæmd á degi hverjum. Þá verða öll skylduð til þess að bera grímur í innanhússalmenningsrýmum. Áður hafði aðeins verið skylda að bera grímu þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Alls greindust 108 manns með veiruna. Smitin skiptast þannig að 83 þeirra eru svokölluð innanlandssmit, en 25 komu til Hong Kong utan frá. Hong Kong hefur, þar til nýlega, gengið vel í baráttu sinni við faraldurinn. Gripið var til yfirgripsmikilla aðgerða í byrjun þessa árs, þegar faraldursins var fyrst vart í Kína. Þó hefur sigið á ógæfuhliðina í sóttvarnamálum í héraðinu, en síðustu tvær vikur hafa yfir 500 manns greinst með virk veirusmit. Óttast að stjórnvöld nýti sér faraldurinn Síðustu vikur hafa stjórnvöld í Hong Kong bannað ýmsa viðburði, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Til að mynda varð ekkert af árlegri minningarathöfn sem halda átti 4. júní síðastliðinn, til minningar um þau sem létust í mótmælum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Eins var tekið fyrir árlegan lýðræðisfund þann 1. júlí, í sóttvarnaskyni. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa sakað stjórnvöld um að notfæra sér heimsfaraldurinn til þess að berja niður slíka fundi og önnur mótmæli sem ekki hugnast stjórnvöldum.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira