Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 22:26 Carrie Lam tilkynnti um hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveiruna á blaðamannafundi í dag. Fyrir aftan hana má sjá slagorðið „Verjumst veirunni!“ stórum stöfum. Qin Louyue/Getty Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Carrie Lam, æðsta stjórnanda sjálfstjórnarhéraðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Lam að yfir hundrað manns hefðu greinst með veiruna síðastliðinn sólarhring. Þá kynnti hún aðgerðir til þess að heft útbreiðslu veirunnar í Hong Kong. Hún sagði ástandið alvarlegt og að engin merki væru um að stjórn myndi nást á faraldrinum í bráð. Stjórnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að prófa meira fyrir veirunni en hefur verið gert til þessa. Þá munu allir sem ekki teljast til „nauðsynlegra starfsstétta“ þurfa að vinna heima. Lam sagði að héðan í frá yrðu 10 þúsund próf framkvæmd á degi hverjum. Þá verða öll skylduð til þess að bera grímur í innanhússalmenningsrýmum. Áður hafði aðeins verið skylda að bera grímu þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Alls greindust 108 manns með veiruna. Smitin skiptast þannig að 83 þeirra eru svokölluð innanlandssmit, en 25 komu til Hong Kong utan frá. Hong Kong hefur, þar til nýlega, gengið vel í baráttu sinni við faraldurinn. Gripið var til yfirgripsmikilla aðgerða í byrjun þessa árs, þegar faraldursins var fyrst vart í Kína. Þó hefur sigið á ógæfuhliðina í sóttvarnamálum í héraðinu, en síðustu tvær vikur hafa yfir 500 manns greinst með virk veirusmit. Óttast að stjórnvöld nýti sér faraldurinn Síðustu vikur hafa stjórnvöld í Hong Kong bannað ýmsa viðburði, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Til að mynda varð ekkert af árlegri minningarathöfn sem halda átti 4. júní síðastliðinn, til minningar um þau sem létust í mótmælum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Eins var tekið fyrir árlegan lýðræðisfund þann 1. júlí, í sóttvarnaskyni. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa sakað stjórnvöld um að notfæra sér heimsfaraldurinn til þess að berja niður slíka fundi og önnur mótmæli sem ekki hugnast stjórnvöldum. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Carrie Lam, æðsta stjórnanda sjálfstjórnarhéraðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Lam að yfir hundrað manns hefðu greinst með veiruna síðastliðinn sólarhring. Þá kynnti hún aðgerðir til þess að heft útbreiðslu veirunnar í Hong Kong. Hún sagði ástandið alvarlegt og að engin merki væru um að stjórn myndi nást á faraldrinum í bráð. Stjórnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að prófa meira fyrir veirunni en hefur verið gert til þessa. Þá munu allir sem ekki teljast til „nauðsynlegra starfsstétta“ þurfa að vinna heima. Lam sagði að héðan í frá yrðu 10 þúsund próf framkvæmd á degi hverjum. Þá verða öll skylduð til þess að bera grímur í innanhússalmenningsrýmum. Áður hafði aðeins verið skylda að bera grímu þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Alls greindust 108 manns með veiruna. Smitin skiptast þannig að 83 þeirra eru svokölluð innanlandssmit, en 25 komu til Hong Kong utan frá. Hong Kong hefur, þar til nýlega, gengið vel í baráttu sinni við faraldurinn. Gripið var til yfirgripsmikilla aðgerða í byrjun þessa árs, þegar faraldursins var fyrst vart í Kína. Þó hefur sigið á ógæfuhliðina í sóttvarnamálum í héraðinu, en síðustu tvær vikur hafa yfir 500 manns greinst með virk veirusmit. Óttast að stjórnvöld nýti sér faraldurinn Síðustu vikur hafa stjórnvöld í Hong Kong bannað ýmsa viðburði, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Til að mynda varð ekkert af árlegri minningarathöfn sem halda átti 4. júní síðastliðinn, til minningar um þau sem létust í mótmælum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Eins var tekið fyrir árlegan lýðræðisfund þann 1. júlí, í sóttvarnaskyni. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa sakað stjórnvöld um að notfæra sér heimsfaraldurinn til þess að berja niður slíka fundi og önnur mótmæli sem ekki hugnast stjórnvöldum.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira