Veður

„Ferða­lög með hjól­hýsi og aðra ferða­vagna eru ekki skyn­sam­leg“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikil umferð hefur verið um suðurlandið í dag.
Mikil umferð hefur verið um suðurlandið í dag. Vísir/Vilhelm

Tvö hjólhýsi hafa fokið út af veginum yfir Lyngdalsheiði nú í kvöld. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi hafa þrjú eða fjögur hjólhýsi fokið út af vegum í umdæminu í dag. Veðrið sé afar slæmt og því ekki skynsamlegt að vera á ferðinni með aftanívagna.

„Ferðalög með hjólhýsi og aðra ferðavagna eru ekki skynsamleg núna á meðan veðrið er svona,“ segir Frímann Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.

Vindur á Lyngdalsheiði er nú um 18 m/s en hafa kviður farið upp í allt að 26 m/s.

„Það er bara svakalega mikið rok og það er bara ekki sniðugt að vera á ferðinni með hjólhýsi, fellihýsi eða einhverja léttari ferðavagna,“ segir Frímann. Hann segir að það sé búin að vera mikil umferð í umdæminu í dag, sem hafi komið nokkuð á óvart.

„Hún var meiri en ég bjóst við núna. Ég bjóst ekki við að það yrði svona mikið í dag, umferðin í dag í gegn um Selfoss er búin að vera nokkuð þétt.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.