VAR hefur dæmt sjö mörk af mótherjum Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 11:00 Varsjáin hefur hér dæmt af markið sem Jordan Ayew skoraði fyrir Crystal Palace á móti Manchester United í gær og hélt að hann hefði jafnað með því leikinn í 1-1. United vann 2-0. Getty/Glyn Kirk Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki mikið á móti Varsjánni eftir þetta tímabil enda hefur hún reynst liðinu afar vel. Manchester United vann mikilvægan 2-0 sigur á Crystal Palace í gær þar sem VAR dæmdi af jöfnunarmark Crystal Palace. Það munaði ekki mörgum millimetrum. Fyrr í leiknum voru mjög margir á því að Crystal Palace ætti að fá dæmda vítaspyrnu þegar Victor Lindelof virtist fella Wilfried Zaha í teignum. VAR gerði ekkert í því og leikurinn hélt áfram. Þetta voru tvö atvik í viðbót við öll hin sem hafa fallið með Manchester United á leiktíðinni og það sýnir líka tölfræðin í kringum Varsjána. For the VAR conspiracy theorists. Most VAR decisions in favour: Man United 10Most net: Man United 8Most disallowed for opposition: Man United 7Most subjective in favour: Crystal Palace, Man United 6Highest net goals: Man United +7Highest net subjective score: Man United +5— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 16, 2020 Manchester United hefur alls grætt tíu sinnum á Varsjánni eða í átta fleiri skipti en mótherjar þeirra. Það er það mesta af öllum liðum deildarinnar á báðum stöðum. Sjö sinnum hefur Varsjáin dæmt mark af mótherjum Manchester United en VAR hefur aldrei dæmt mark af United liðinu. Ekkert annað félag hefur sloppið oftar en skrekkinn þegar mótherjarnir skora en það hafa líka verið dæmd sjö mörk af mótherjum Southampton og Brighton. VAR when a Man United player goes down in the box vs VAR when a player goes down in the Man Utd box pic.twitter.com/HefCasvr9G— ODDSbible (@ODDSbible) July 16, 2020 Ofan á þetta hafa leikmenn Manchester United alls fengið þrettán vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem er þremur fleiri en næsta lið sem er Manchester City. Manchester United hefur sem dæmi fengið átta fleiri vítaspyrnur en Liverpool og tólf fleiri vítaspyrnur en Everton. Það hefur oft verið erfitt að átta sig á Varsjánni á þessari leiktíð og upp hafa komið mörg umdeild atvik þar sem VAR dómararnir hafa annað hvort tekið þá ákvörðun að gera ekkert eða staðfesta dóminn á vellinum þótt að margt bendi til þess að hann sé ekki réttur. Samsæriskenningarnar eru líka háværar þegar hlutirnir falla ítrekað með einu félagi ekki síst hjá pirruðum stuðningsmönnum erkifjenda þeirra. 'Is the VAR broken? Serious question' - Crystal Palace chairman Steve Parish rages after Wilfried Zaha was denied a penalty just minutes before Manchester United's opener https://t.co/M4yDIySD3z— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki mikið á móti Varsjánni eftir þetta tímabil enda hefur hún reynst liðinu afar vel. Manchester United vann mikilvægan 2-0 sigur á Crystal Palace í gær þar sem VAR dæmdi af jöfnunarmark Crystal Palace. Það munaði ekki mörgum millimetrum. Fyrr í leiknum voru mjög margir á því að Crystal Palace ætti að fá dæmda vítaspyrnu þegar Victor Lindelof virtist fella Wilfried Zaha í teignum. VAR gerði ekkert í því og leikurinn hélt áfram. Þetta voru tvö atvik í viðbót við öll hin sem hafa fallið með Manchester United á leiktíðinni og það sýnir líka tölfræðin í kringum Varsjána. For the VAR conspiracy theorists. Most VAR decisions in favour: Man United 10Most net: Man United 8Most disallowed for opposition: Man United 7Most subjective in favour: Crystal Palace, Man United 6Highest net goals: Man United +7Highest net subjective score: Man United +5— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 16, 2020 Manchester United hefur alls grætt tíu sinnum á Varsjánni eða í átta fleiri skipti en mótherjar þeirra. Það er það mesta af öllum liðum deildarinnar á báðum stöðum. Sjö sinnum hefur Varsjáin dæmt mark af mótherjum Manchester United en VAR hefur aldrei dæmt mark af United liðinu. Ekkert annað félag hefur sloppið oftar en skrekkinn þegar mótherjarnir skora en það hafa líka verið dæmd sjö mörk af mótherjum Southampton og Brighton. VAR when a Man United player goes down in the box vs VAR when a player goes down in the Man Utd box pic.twitter.com/HefCasvr9G— ODDSbible (@ODDSbible) July 16, 2020 Ofan á þetta hafa leikmenn Manchester United alls fengið þrettán vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem er þremur fleiri en næsta lið sem er Manchester City. Manchester United hefur sem dæmi fengið átta fleiri vítaspyrnur en Liverpool og tólf fleiri vítaspyrnur en Everton. Það hefur oft verið erfitt að átta sig á Varsjánni á þessari leiktíð og upp hafa komið mörg umdeild atvik þar sem VAR dómararnir hafa annað hvort tekið þá ákvörðun að gera ekkert eða staðfesta dóminn á vellinum þótt að margt bendi til þess að hann sé ekki réttur. Samsæriskenningarnar eru líka háværar þegar hlutirnir falla ítrekað með einu félagi ekki síst hjá pirruðum stuðningsmönnum erkifjenda þeirra. 'Is the VAR broken? Serious question' - Crystal Palace chairman Steve Parish rages after Wilfried Zaha was denied a penalty just minutes before Manchester United's opener https://t.co/M4yDIySD3z— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira