Íslenski boltinn

Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esb­jerg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Kristjánsson er á leið til Danmerkur á nýjan leik.
Ólafur Kristjánsson er á leið til Danmerkur á nýjan leik. vísir/daníel

Ólafur Kristjánsson er hættur sem þjálfari FH og er tekinn við Esbjerg í dönsku B-deildinni en þetta var staðfest síðdegis á heimasíðu danska félagsins.

Ólafur tók við FH-liðinu haustið 2017. Var hann á sínu þriðja tímabili með Fimleikafélagið en hann hafði lent í 5. og 3. sæti á sínum fyrstu tveimur tímabilum með FH. 

Hann fór einnig með FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði fyrir Víkingi.

Þetta er í þriðja sinn sem Ólafur þjálfar í Danmörku. Hann var aðstoðarþjálfari AGF 2002 til 2004 áður en hann tók svo við Fram. Þaðan lá leiðin í Kópavog þar sem hann gerði Breiðablik að bikarmeisturum 2009 og Íslandsmeisturum árið eftir.

Ólafur tók svo við FC Nordsjælland árið 2014 og stýrði þeim þangað til í desember árið 2015. Sumarið á eftir tók hann við Randers og stýrði þeim fram til október 2017 er hann hætti. Ólafur kom í kjölfarið aftur heim og tók við FH.

Esbjerg féll úr dönsku úrvalsdeildinni á nýyfirstaðinni leiktíð en ellefu þjálfarar hafa verið í stjórastólnum hjá Esbjerg frá árinu 2010. Ólafur stýrir sinni fyrstu æfingu hjá Esbjerg 4. ágúst.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.