Íslenski boltinn

Skelfileg mistök Hörpu, tvær tvennur Blika og Hólmfríður missti stjórn á sér

Sindri Sverrisson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir er hér til varnar í leiknum við Stjörnuna þar sem hún skoraði tvö marka KR.
Katrín Ásbjörnsdóttir er hér til varnar í leiknum við Stjörnuna þar sem hún skoraði tvö marka KR. VÍSIR/VILHELM

KR og FH náðu í sín fyrstu stig í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gærkvöld þegar fjórir leikir fóru fram í 6. umferð. Hér má sjá mörkin úr leikjunum.

Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk þegar KR vann dísætan 3-2 sigur á Stjörnunni, þrátt fyrir að vera manni færri hálfan leikinn, og náði sér þar með í sín fyrstu þrjú stig í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. FH gerði slíkt hið sama með sterkum 1-0 útisigri á Þór/KA á Akureyri, þar sem Madison Gonzales skoraði sigurmarkið undir lokin eftir skelfileg mistök Hörpu Jóhannsdóttur, markvarðar Þórs/KA.

Breiðablik vann 4-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum, í fyrsta deildarleik sínum eftir hlé vegna sóttkvíar, og hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni. Alexandra Jóhannsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu tvö mörk hvor.

Ekkert mark var skorað í leik Þróttar R. og Selfoss en þar fékk Hólmfríður Magnúsdóttir að líta rauða spjaldið undir lokin eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu og sparkað boltanum í burtu.

Klippa: Sportpakkinn - Mörk úr fjórum leikjum í Pepsi Max-deild kvenna

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×