Íslenski boltinn

Fyrsta markið það fallegasta og Pablo bestur

Sindri Sverrisson skrifar
Stefán Árni Geirsson og Pablo Punyed skoruðu mörk KR gegn Breiðabliki, og hér fagna þeir marki þess fyrrnefnda.
Stefán Árni Geirsson og Pablo Punyed skoruðu mörk KR gegn Breiðabliki, og hér fagna þeir marki þess fyrrnefnda. VÍSIR/BÁRA

KR-ingar voru áberandi í uppgjöri Pepsi Max-stúkunnar í gærkvöld eftir 6. umferðina í Pepsi Max-deild karla.

Hinn 19 ára gamli Stefán Árni Geirsson átti Origo-mark umferðarinnar, sem hann skoraði í 3-1 sigrinum á Breiðabliki, en það var jafnframt hans fyrsta mark í efstu deild. 

Klippa: Pepsi Max stúkan - Origomark 6. umferðar

Stefán Árni var einn þriggja KR-inga sem komust í úrvalslið 6. umferðar. ÍA átti einnig þrjá menn í úrvalsliðinu eftir að hafa skellt Gróttu á útivelli, 4-0.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Úrvalslið 6. umferðar

Félagi Stefáns Árna í KR, Pablo Punyed, var valinn besti leikmaður umferðarinnar en hann skoraði tvö marka liðsins í sigrinum góða á Breiðabliki.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Leikmaður 6. umferðar

Aron Snær Friðriksson var svo heiðraður fyrir bestu varnarvinnuna í umferðinni en markvarsla hans gegn FH, í lok leiks, tryggði Fylki sætan sigur.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Varnarvinna 6. umferðar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×