Íslenski boltinn

Fær Stefán Árni fleiri tækifæri á kostnað Óskars Arnar?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Árni Geirsson snýr á Damir Muminovic. Skömmu síðar lá boltinn í netinu hjá Breiðabliki.
Stefán Árni Geirsson snýr á Damir Muminovic. Skömmu síðar lá boltinn í netinu hjá Breiðabliki. vísir/bára

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók djarfa ákvörðun þegar hann setti hinn nítján ára Stefán Árna Geirsson í byrjunarlið Íslandsmeistaranna gegn Breiðabliki í stað fyrirliðans Óskars Arnar Haukssonar.

Stefán Árni þakkaði traustið og kom KR yfir strax á 2. mínútu eftir laglegan einleik. KR vann leikinn, 3-1, og fór upp í 2. sæti Pepsi Max-deildar karla.

Í Pepsi Max tilþrifunum í gærkvöldi velti Kjartan Atli Kjartansson því upp hvort Rúnar myndi veðja oftar á Stefán Árna en Óskar Örn í byrjunarliði KR í leikjunum gegn bestu liðum landsins.

„Ég veit ekki hvort það sé endilega að fara að gerast,“ sagði Atli Viðar Björnsson í þættinum í gær.

„En ég velti fyrir mér þegar við horfðum á leikinn áðan hvort Óskar Örn sé kominn á þann stað á sínum ferli að við sjáum minna og minna af honum. Auðvitað mun hann fá sína leiki en er kannski ekki með sömu orku í löppunum og hann hafði til að vera þessi lykilmaður sem hann hefur verið.“

Óskar Örn, sem er leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild, hefur skorað eitt mark í fimm deildarleikjum í sumar.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Innkoma Stefáns Árna

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.