Leikmennirnir fjórir sem Pep Guardiola er sagður vera með augun á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 12:30 David Alaba hefur verið lengi hiá Bayern München og spilaði með liðinu þegar Pep Guardiola var þar. Nú vill Pep fá hann til Manchester City. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni í ár eftir að Manchester City hafði unnið deildina tvö ár í röð. Eftir að Alþjóða íþróttadómstóllinn ógildi bann Manchester City frá Evrópukeppnunum þá hætta menn að pæla í hvaða leikmenn haldi áfram hjá félaginu. Guardiola og bestu leikmenn liðsins eru nú klárir í slaginn og þeir munu fá hjálp. Daily Mail slær því upp að Pep Guardiola sé með augun á fjórum nýjum leikmönnum og hann fær líka fullt af pening frá eigendunum til að kaupa þá í sumar. Leikmennirnir sem eru nú sterklega orðaðir við Manchester City liðið eru varnarmennirnir David Alaba (Bayern) og Kalidou Koulibaly (Napoli), vængmaðurinn Ferran Torres (Valencia) og sóknarmaðurinn Lautaro Martinez (Inter). Pep Guardiola has his eye on four massive signings as he aims to win the title back from Liverpool. https://t.co/N9DRNTDsEO— SPORTbible (@sportbible) July 14, 2020 Það er ljóst að Guardiola þarf að styrkja varnarleikinn en það eru einkum mistök í honum sem hafa þýtt að City liðið hefur tapað níu deildarleikjum á leiktíðinni. Það væri því mjög sterkt að ná í þá David Alaba og Kalidou Koulibaly. David Alaba spilaði fyrir Guardiola hjá Bayern og getur spilað margar stöður á vellinum. Hann hefur spilað sem miðvörður á þessu tímabili en getur einnig spilað á miðjunni og sem bakvörður. Kalidou Koulibaly er einn besti miðvörður heims og hefur einnig verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United. Man City to accelerate rebuild plans with up to five new signings | @TelegraphDucker https://t.co/gH38hxQVWg— Telegraph Football (@TeleFootball) July 13, 2020 Hinn eldfljóti Ferran Torres hefur einnig verið orðaður við Manchester United en samningur hans er að renna út eftir ár og það má búast við því að Valencia reyni að fá eitthvað fyrir hann i sumar. Barcelona er eitt af þeim félögum sem hefur mikinn áhuga á argentínska framherjanum Lautaro Martinez en hann er aðeins 22 ára gamall. Börsungar eiga ekki mikinn pening og hafa verið að reyna að búa til skiptidíl. Inter gæti því freistast til að selja hann frekar til Manchester City. Með góðum liðstyrk er líklegt að Manchester City komist aftur í bílstjórasætið í baráttunni um enska meistaratitilinn því ekki lítur út fyrir að Liverpool ætli að eyða miklu í nýja leikmenn í sumar. Það er líka almennt talið hjálpa Manchester City, með sína svakalegu breidd, að það verða áfram leyfðar fimm skiptingar á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni í ár eftir að Manchester City hafði unnið deildina tvö ár í röð. Eftir að Alþjóða íþróttadómstóllinn ógildi bann Manchester City frá Evrópukeppnunum þá hætta menn að pæla í hvaða leikmenn haldi áfram hjá félaginu. Guardiola og bestu leikmenn liðsins eru nú klárir í slaginn og þeir munu fá hjálp. Daily Mail slær því upp að Pep Guardiola sé með augun á fjórum nýjum leikmönnum og hann fær líka fullt af pening frá eigendunum til að kaupa þá í sumar. Leikmennirnir sem eru nú sterklega orðaðir við Manchester City liðið eru varnarmennirnir David Alaba (Bayern) og Kalidou Koulibaly (Napoli), vængmaðurinn Ferran Torres (Valencia) og sóknarmaðurinn Lautaro Martinez (Inter). Pep Guardiola has his eye on four massive signings as he aims to win the title back from Liverpool. https://t.co/N9DRNTDsEO— SPORTbible (@sportbible) July 14, 2020 Það er ljóst að Guardiola þarf að styrkja varnarleikinn en það eru einkum mistök í honum sem hafa þýtt að City liðið hefur tapað níu deildarleikjum á leiktíðinni. Það væri því mjög sterkt að ná í þá David Alaba og Kalidou Koulibaly. David Alaba spilaði fyrir Guardiola hjá Bayern og getur spilað margar stöður á vellinum. Hann hefur spilað sem miðvörður á þessu tímabili en getur einnig spilað á miðjunni og sem bakvörður. Kalidou Koulibaly er einn besti miðvörður heims og hefur einnig verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United. Man City to accelerate rebuild plans with up to five new signings | @TelegraphDucker https://t.co/gH38hxQVWg— Telegraph Football (@TeleFootball) July 13, 2020 Hinn eldfljóti Ferran Torres hefur einnig verið orðaður við Manchester United en samningur hans er að renna út eftir ár og það má búast við því að Valencia reyni að fá eitthvað fyrir hann i sumar. Barcelona er eitt af þeim félögum sem hefur mikinn áhuga á argentínska framherjanum Lautaro Martinez en hann er aðeins 22 ára gamall. Börsungar eiga ekki mikinn pening og hafa verið að reyna að búa til skiptidíl. Inter gæti því freistast til að selja hann frekar til Manchester City. Með góðum liðstyrk er líklegt að Manchester City komist aftur í bílstjórasætið í baráttunni um enska meistaratitilinn því ekki lítur út fyrir að Liverpool ætli að eyða miklu í nýja leikmenn í sumar. Það er líka almennt talið hjálpa Manchester City, með sína svakalegu breidd, að það verða áfram leyfðar fimm skiptingar á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira