Íslenski boltinn

Landsliðsþjálfarinn telur það kost að deildin verði spiluð fram á haust

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Þór mætti í Pepsi Max Mörkin og ræddi við Helenu um deildina og margt fleira.
Jón Þór mætti í Pepsi Max Mörkin og ræddi við Helenu um deildina og margt fleira. Mynd/Stöð 2 Sport

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska A-landsliðsins í fótbolta, mætti til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max Mörkin á föstudagskvöldið. Var Jón Þór spurður út í hvort það hefði áhrif á landsliðið að nokkur lið deildarinnar hefðu þurft að fara í sóttkví.

„Auðvitað er það ekki ákjósanlegt að þessi lið hafi þurft að fara í sóttkví núna. Deildin að einhverju leyti missir taktinn í byrjun en fyrir okkur í landsliðinu var þetta ekki það versta sem gat gerst vegna þess að við eigum landsleiki langt fram á árið. Við eigum síðustu tvo leikina í riðlinum mánaðarmótin nóvember-desember,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

„Þetta gerir það að verkum að deildin spilast lengra inn í haustið og það er hægt að lýta á það sem kost upp á þá leiki að gera. Erum auðvitað með marga leikmenn í landsliðinu sem eru að spila í deildinni hérna heima,“ sagði Jón einnig.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Landsliðsþjálfarinn telur það kost að deildin verði spiluð fram á haust

Tengdar fréttir

Jón Þór um Cloe: „Hún upp­fyllir ekki kröfur FIFA“

Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.