Íslenski boltinn

Landsliðsþjálfarinn telur það kost að deildin verði spiluð fram á haust

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Þór mætti í Pepsi Max Mörkin og ræddi við Helenu um deildina og margt fleira.
Jón Þór mætti í Pepsi Max Mörkin og ræddi við Helenu um deildina og margt fleira. Mynd/Stöð 2 Sport

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska A-landsliðsins í fótbolta, mætti til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max Mörkin á föstudagskvöldið. Var Jón Þór spurður út í hvort það hefði áhrif á landsliðið að nokkur lið deildarinnar hefðu þurft að fara í sóttkví.

„Auðvitað er það ekki ákjósanlegt að þessi lið hafi þurft að fara í sóttkví núna. Deildin að einhverju leyti missir taktinn í byrjun en fyrir okkur í landsliðinu var þetta ekki það versta sem gat gerst vegna þess að við eigum landsleiki langt fram á árið. Við eigum síðustu tvo leikina í riðlinum mánaðarmótin nóvember-desember,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

„Þetta gerir það að verkum að deildin spilast lengra inn í haustið og það er hægt að lýta á það sem kost upp á þá leiki að gera. Erum auðvitað með marga leikmenn í landsliðinu sem eru að spila í deildinni hérna heima,“ sagði Jón einnig.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Landsliðsþjálfarinn telur það kost að deildin verði spiluð fram á haust

Tengdar fréttir

Jón Þór um Cloe: „Hún upp­fyllir ekki kröfur FIFA“

Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×