Dúndurleikur Hannesar í Víkinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2020 14:30 Hannes Þór Halldórsson varði þrjú dauðafæri frá Ágústi Eðvald Hlynssyni í leik Víkings og Vals í gær. vísir/daníel Hannes Þór Halldórsson átti sennilega sinn besta leik eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku þegar Valur vann Víking, 1-5, í Fossvoginum í Pepsi Max-deild karla í gær. Þótt Valsmenn hafi unnið stórsigur fengu Víkingar sín færi í leiknum og Hannes þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum. „Þetta eru vonbrigði. Þetta var mjög skrítinn leikur að mörgu leyti. Við töpuðum 1-5 en það kæmi mér ekki á óvart að Hannes yrði valinn maður leiksins,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. Víkingur komst yfir strax á 4. mínútu með marki Óttars Magnúsar Karlssonar. Valgeir Lunddal Friðriksson jafnaði fyrir Val fjórum mínútum síðar. Skömmu síðar varði Hannes tvisvar í röð frá Víkingum, fyrst frá Ágústi Eðvald Hlynssyni og síðan Óttari. Hann varði svo fast skot þess síðarnefnda beint úr aukaspyrnu á 36. mínútu. Eftir að Patrick Pedersen kom Valsmönnum í 1-4 fékk Ágúst Eðvald annað dauðafæri en aftur varði Hannes. Ágúst Eðvald komst í þriðja úrvalsfærið á 76. mínútu en Hannes sá enn og aftur við honum. Hannes kórónaði svo frábæran leik sinn með ótrúlegri markvörslu frá Nikolaj Hansen þegar sex mínútur voru til leiksloka. Daninn átti þá góðan skalla að marki Vals en Hannes var snöggur niður og varði. Hannes fékk talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á síðasta tímabili en miðað við frammistöðuna í gær er hann að nálgast sitt fyrra form. Vörslur Hannesar úr leiknum gegn Víkingi í gær má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Markvörslur Hannesar gegn Víkingi Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00 Arnar: Fannst við tapa leiknum frekar en Valur að hafi unnið hann Þjálfari Víkings sagði að barnaleg mistök hefðu reynst dýrkeypt í tapinu fyrir Val. 8. júlí 2020 20:33 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur 1-5 Valur | Valsmenn refsuðu vængbrotnum Víkingum grimmilega Patrick Pedersen og Valgeir Lunddal Friðriksson skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur valtaði yfir Víking, 1-5, í Fossvoginum. 8. júlí 2020 20:50 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson átti sennilega sinn besta leik eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku þegar Valur vann Víking, 1-5, í Fossvoginum í Pepsi Max-deild karla í gær. Þótt Valsmenn hafi unnið stórsigur fengu Víkingar sín færi í leiknum og Hannes þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum. „Þetta eru vonbrigði. Þetta var mjög skrítinn leikur að mörgu leyti. Við töpuðum 1-5 en það kæmi mér ekki á óvart að Hannes yrði valinn maður leiksins,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. Víkingur komst yfir strax á 4. mínútu með marki Óttars Magnúsar Karlssonar. Valgeir Lunddal Friðriksson jafnaði fyrir Val fjórum mínútum síðar. Skömmu síðar varði Hannes tvisvar í röð frá Víkingum, fyrst frá Ágústi Eðvald Hlynssyni og síðan Óttari. Hann varði svo fast skot þess síðarnefnda beint úr aukaspyrnu á 36. mínútu. Eftir að Patrick Pedersen kom Valsmönnum í 1-4 fékk Ágúst Eðvald annað dauðafæri en aftur varði Hannes. Ágúst Eðvald komst í þriðja úrvalsfærið á 76. mínútu en Hannes sá enn og aftur við honum. Hannes kórónaði svo frábæran leik sinn með ótrúlegri markvörslu frá Nikolaj Hansen þegar sex mínútur voru til leiksloka. Daninn átti þá góðan skalla að marki Vals en Hannes var snöggur niður og varði. Hannes fékk talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á síðasta tímabili en miðað við frammistöðuna í gær er hann að nálgast sitt fyrra form. Vörslur Hannesar úr leiknum gegn Víkingi í gær má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Markvörslur Hannesar gegn Víkingi
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00 Arnar: Fannst við tapa leiknum frekar en Valur að hafi unnið hann Þjálfari Víkings sagði að barnaleg mistök hefðu reynst dýrkeypt í tapinu fyrir Val. 8. júlí 2020 20:33 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur 1-5 Valur | Valsmenn refsuðu vængbrotnum Víkingum grimmilega Patrick Pedersen og Valgeir Lunddal Friðriksson skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur valtaði yfir Víking, 1-5, í Fossvoginum. 8. júlí 2020 20:50 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00
Arnar: Fannst við tapa leiknum frekar en Valur að hafi unnið hann Þjálfari Víkings sagði að barnaleg mistök hefðu reynst dýrkeypt í tapinu fyrir Val. 8. júlí 2020 20:33
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur 1-5 Valur | Valsmenn refsuðu vængbrotnum Víkingum grimmilega Patrick Pedersen og Valgeir Lunddal Friðriksson skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur valtaði yfir Víking, 1-5, í Fossvoginum. 8. júlí 2020 20:50