Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 12:03 Gloria Steinem og JK Rowling eru á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið. Vísir/Getty 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. Í bréfinu, sem birt var í Harper‘s Magazine í gær, er opinber smánun og útilokun frá umræðum vegna skiptra skoðana harðlega gagnrýnd. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru rithöfundarnir JK Rowling, Malcolm Gladwell, Margaret Atwood og Salman Rushdie. Á listanum má einnig finna Gloriu Steinem, sem þekktust er fyrir kvenréttindabaráttu sína, sem og fræðimanninn Noam Chomsky og skákmeistarann Garry Kasparov. Á vef BBC kemur fram að mörg þeirra sem skrifuðu undir listann hafa lent í því að verk þeirra séu bönnuð í ýmsum löndum. Salman Rushdie hafi meðal annars þurft að vera í felum eftir að hafa gefið út bók sína Satanic Verses árið 1988. Þá hefur JK Rowling verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um trans fólk. Hefur hún ítrekað sagt baráttu trans kvenna grafa undan kvenréttindabaráttu þar sem trans konur geti ekki tengt við reynsluheim kvenna. Bréfið hefur fengið misjafnar viðtökur, margir fagna því á meðan öðrum þykir það vera ofsafengin viðbrögð og þá sérstaklega í ljósi fyrri ummæla sumra sem skrifa undir. Þá hefur rithöfundurinn Jennifer Finney Boylan beðist afsökunar á því að hafa skrifað undir bréfið eftir að hún sá hverjir aðrir skrifuðu undir það. Er það líklega vegna undirskriftar JK Rowling, en Boylan hefur lengi barist fyrir réttindum trans fólks. I did not know who else had signed that letter. I thought I was endorsing a well meaning, if vague, message against internet shaming. I did know Chomsky, Steinem, and Atwood were in, and I thought, good company. The consequences are mine to bear. I am so sorry.— Jennifer Finney Boylan 🐕 (@JennyBoylan) July 7, 2020 Í bréfinu segir hópurinn að skoðanaskipti og hugmyndir séu undirstaða frjálsra samfélaga og sífellt sé verið að vega að því í opinberri umræðu. Það sé orðið of algengt að fólki sé refsað fyrir skoðanir sem öðrum þyki „refsiverðar“ og rangar. Það sé jafnframt hættulegt fyrir rithöfunda og listamenn sem óttast að lífsviðurværi þeirra sé í hættu segi þeir eitthvað rangt. „Við þurfum að standa vörð um ósætti í góðri trú, án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar fyrir atvinnu í för með sér.“ Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. Í bréfinu, sem birt var í Harper‘s Magazine í gær, er opinber smánun og útilokun frá umræðum vegna skiptra skoðana harðlega gagnrýnd. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru rithöfundarnir JK Rowling, Malcolm Gladwell, Margaret Atwood og Salman Rushdie. Á listanum má einnig finna Gloriu Steinem, sem þekktust er fyrir kvenréttindabaráttu sína, sem og fræðimanninn Noam Chomsky og skákmeistarann Garry Kasparov. Á vef BBC kemur fram að mörg þeirra sem skrifuðu undir listann hafa lent í því að verk þeirra séu bönnuð í ýmsum löndum. Salman Rushdie hafi meðal annars þurft að vera í felum eftir að hafa gefið út bók sína Satanic Verses árið 1988. Þá hefur JK Rowling verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um trans fólk. Hefur hún ítrekað sagt baráttu trans kvenna grafa undan kvenréttindabaráttu þar sem trans konur geti ekki tengt við reynsluheim kvenna. Bréfið hefur fengið misjafnar viðtökur, margir fagna því á meðan öðrum þykir það vera ofsafengin viðbrögð og þá sérstaklega í ljósi fyrri ummæla sumra sem skrifa undir. Þá hefur rithöfundurinn Jennifer Finney Boylan beðist afsökunar á því að hafa skrifað undir bréfið eftir að hún sá hverjir aðrir skrifuðu undir það. Er það líklega vegna undirskriftar JK Rowling, en Boylan hefur lengi barist fyrir réttindum trans fólks. I did not know who else had signed that letter. I thought I was endorsing a well meaning, if vague, message against internet shaming. I did know Chomsky, Steinem, and Atwood were in, and I thought, good company. The consequences are mine to bear. I am so sorry.— Jennifer Finney Boylan 🐕 (@JennyBoylan) July 7, 2020 Í bréfinu segir hópurinn að skoðanaskipti og hugmyndir séu undirstaða frjálsra samfélaga og sífellt sé verið að vega að því í opinberri umræðu. Það sé orðið of algengt að fólki sé refsað fyrir skoðanir sem öðrum þyki „refsiverðar“ og rangar. Það sé jafnframt hættulegt fyrir rithöfunda og listamenn sem óttast að lífsviðurværi þeirra sé í hættu segi þeir eitthvað rangt. „Við þurfum að standa vörð um ósætti í góðri trú, án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar fyrir atvinnu í för með sér.“
Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira