Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 12:03 Gloria Steinem og JK Rowling eru á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið. Vísir/Getty 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. Í bréfinu, sem birt var í Harper‘s Magazine í gær, er opinber smánun og útilokun frá umræðum vegna skiptra skoðana harðlega gagnrýnd. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru rithöfundarnir JK Rowling, Malcolm Gladwell, Margaret Atwood og Salman Rushdie. Á listanum má einnig finna Gloriu Steinem, sem þekktust er fyrir kvenréttindabaráttu sína, sem og fræðimanninn Noam Chomsky og skákmeistarann Garry Kasparov. Á vef BBC kemur fram að mörg þeirra sem skrifuðu undir listann hafa lent í því að verk þeirra séu bönnuð í ýmsum löndum. Salman Rushdie hafi meðal annars þurft að vera í felum eftir að hafa gefið út bók sína Satanic Verses árið 1988. Þá hefur JK Rowling verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um trans fólk. Hefur hún ítrekað sagt baráttu trans kvenna grafa undan kvenréttindabaráttu þar sem trans konur geti ekki tengt við reynsluheim kvenna. Bréfið hefur fengið misjafnar viðtökur, margir fagna því á meðan öðrum þykir það vera ofsafengin viðbrögð og þá sérstaklega í ljósi fyrri ummæla sumra sem skrifa undir. Þá hefur rithöfundurinn Jennifer Finney Boylan beðist afsökunar á því að hafa skrifað undir bréfið eftir að hún sá hverjir aðrir skrifuðu undir það. Er það líklega vegna undirskriftar JK Rowling, en Boylan hefur lengi barist fyrir réttindum trans fólks. I did not know who else had signed that letter. I thought I was endorsing a well meaning, if vague, message against internet shaming. I did know Chomsky, Steinem, and Atwood were in, and I thought, good company. The consequences are mine to bear. I am so sorry.— Jennifer Finney Boylan 🐕 (@JennyBoylan) July 7, 2020 Í bréfinu segir hópurinn að skoðanaskipti og hugmyndir séu undirstaða frjálsra samfélaga og sífellt sé verið að vega að því í opinberri umræðu. Það sé orðið of algengt að fólki sé refsað fyrir skoðanir sem öðrum þyki „refsiverðar“ og rangar. Það sé jafnframt hættulegt fyrir rithöfunda og listamenn sem óttast að lífsviðurværi þeirra sé í hættu segi þeir eitthvað rangt. „Við þurfum að standa vörð um ósætti í góðri trú, án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar fyrir atvinnu í för með sér.“ Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. Í bréfinu, sem birt var í Harper‘s Magazine í gær, er opinber smánun og útilokun frá umræðum vegna skiptra skoðana harðlega gagnrýnd. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru rithöfundarnir JK Rowling, Malcolm Gladwell, Margaret Atwood og Salman Rushdie. Á listanum má einnig finna Gloriu Steinem, sem þekktust er fyrir kvenréttindabaráttu sína, sem og fræðimanninn Noam Chomsky og skákmeistarann Garry Kasparov. Á vef BBC kemur fram að mörg þeirra sem skrifuðu undir listann hafa lent í því að verk þeirra séu bönnuð í ýmsum löndum. Salman Rushdie hafi meðal annars þurft að vera í felum eftir að hafa gefið út bók sína Satanic Verses árið 1988. Þá hefur JK Rowling verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um trans fólk. Hefur hún ítrekað sagt baráttu trans kvenna grafa undan kvenréttindabaráttu þar sem trans konur geti ekki tengt við reynsluheim kvenna. Bréfið hefur fengið misjafnar viðtökur, margir fagna því á meðan öðrum þykir það vera ofsafengin viðbrögð og þá sérstaklega í ljósi fyrri ummæla sumra sem skrifa undir. Þá hefur rithöfundurinn Jennifer Finney Boylan beðist afsökunar á því að hafa skrifað undir bréfið eftir að hún sá hverjir aðrir skrifuðu undir það. Er það líklega vegna undirskriftar JK Rowling, en Boylan hefur lengi barist fyrir réttindum trans fólks. I did not know who else had signed that letter. I thought I was endorsing a well meaning, if vague, message against internet shaming. I did know Chomsky, Steinem, and Atwood were in, and I thought, good company. The consequences are mine to bear. I am so sorry.— Jennifer Finney Boylan 🐕 (@JennyBoylan) July 7, 2020 Í bréfinu segir hópurinn að skoðanaskipti og hugmyndir séu undirstaða frjálsra samfélaga og sífellt sé verið að vega að því í opinberri umræðu. Það sé orðið of algengt að fólki sé refsað fyrir skoðanir sem öðrum þyki „refsiverðar“ og rangar. Það sé jafnframt hættulegt fyrir rithöfunda og listamenn sem óttast að lífsviðurværi þeirra sé í hættu segi þeir eitthvað rangt. „Við þurfum að standa vörð um ósætti í góðri trú, án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar fyrir atvinnu í för með sér.“
Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira