Íslenski boltinn

Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnar­firði og mörkin úr sigri meistaranna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, fær að líta rauða spjaldið í krikanum í gær.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, fær að líta rauða spjaldið í krikanum í gær. vísir/daníel

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Þróttur vann nýliðaslaginn í Kaplakrika og á Origo-vellinum höfðu Íslandsmeistararnir betur gegn Stjörnunni.

Það voru liðnar rúmlega þrjátíu sekúndur er Stephanie Mariana Ribeiro kom Þrótti yfir gegn FH en Hrafnhildur Hauksdóttir jafnaði fyrir FH á 37. mínútu.

FH vildi fá vítaspyrnu fyrir hlé en fékk ekki. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, mótmælti kröftuglega og uppskar rautt spjald en sigurmarkið skoraði Ribeiro skömmu fyrir leikhlé. Lokatölur 2-1.

Þróttur er því komið með fjögur stig í sjöunda sæti deildarinnar en FH er í níunda sætinu án stiga.

Klippa: FH vill víti en fær rautt

Valur gerði nánast út um leikinn á fyrsta stundarfjórðungnum. Hlín Eiríksdóttir skoraði strax á 5. mínútu og tíu mínútum síðar tövfaldaði Ída Marín Hermannsdóttir forystuna.

Eftir klukkutíma leik rak svo Ásdís Karen Halldórsdóttir síðasta naglann í kistu Stjörnustúllkna og lokatölur 3-0.

Valur með fullt hús á toppi deildarinnar, fimmtán stig, en Stjarnan er í sjötta sætinu með sex stig.

Klippa: Mörkin úr FH - Þróttur og Valur - Stjarnan

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.