Enski boltinn

„Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Havertz eftir tapið í bikarúrslitunum í gær.
Havertz eftir tapið í bikarúrslitunum í gær. vísir/getty

Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu.

Kai og Rudiger hafa æft saman með þýska landsliðinu en Kai hefur verið mikið orðaður við Chelsea sem og önnur lið í sumar.

„Kai er mjög hæfileikaríkur. Þegar ég sá hann æfa með þýska landsliðinu var ég bara vá!“ sagði Rudiger er hann var spurður út í hæfileika Havertz.

„Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea,“ bætti Rudiger svo við.

Havertz skoraði eitt marka Leverkusen í gær er liðið tapaði 4-2 fyrir Bayern Munchen í úrslitaleik þýska bikarsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.