Íslenski boltinn

Sjö deildarleikir hjá Stjörnunni í ágúst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikið álag verður á Jósef Kristni Jósefssyni og félögum í Stjörnunni í ágúst.
Mikið álag verður á Jósef Kristni Jósefssyni og félögum í Stjörnunni í ágúst. vísir/hag

Búið er að finna nýjar dagsetningar fyrir þá þrjá leiki Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla sem var frestað eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna.

Eftir að smitið greindist fóru leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar í tveggja vikna sóttkví. Fyrir vikið var leikjum liðsins í 3.-5. umferð Pepsi Max-deildarinnar frestað.

Nú hefur þessum þremur leikjum verið raðað niður. Tveir þeirra fara fram í ágúst og einn í október.

Leikur Stjörnunnar og FH í 4. umferðinni fer fram 17. ágúst. Þann 25. ágúst mætir Stjarnan KA í leik sem er í 3. umferð. Leikur Stjörnunnar og KR í 5. umferðinni fer fram 1. október.

Það verður nóg að gera hjá Stjörnunni í ágúst en eins og staðan er núna eru sjö deildarleikir á dagskrá hjá liðinu þá. Stjörnumenn eiga fjóra deildarleiki og einn bikarleik í júlí, fjóra deildarleiki í september og fimm deildarleiki í október.

Næsti leikur Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni er ekki fyrr en 12. júlí þegar liðið sækir Val heim. Stjarnan vann fyrstu tvo deildarleiki sína, gegn Fylki og Fjölni.

Leikjaniðurröðunina má sjá á vef KSÍ, eða með því að smella hér.


Tengdar fréttir

„Hrikaleg staða“ en ef að við spilum verður mótið að telja

Þegar eitt lið þarf að bíða heima í sóttkví í tvær vikur á meðan að önnur geta æft og spilað samkvæmt áætlun, er þá ekki búið að gjaldfella Íslandsmótið í fótbolta 2020? Talsmenn liða sem orðið hafa fyrir barðinu á afleiðingum kórónuveirufaraldursins bera sig ágætlega þó að vandinn sé augljós.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.