Íslenski boltinn

Sjö deildarleikir hjá Stjörnunni í ágúst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikið álag verður á Jósef Kristni Jósefssyni og félögum í Stjörnunni í ágúst.
Mikið álag verður á Jósef Kristni Jósefssyni og félögum í Stjörnunni í ágúst. vísir/hag

Búið er að finna nýjar dagsetningar fyrir þá þrjá leiki Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla sem var frestað eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna.

Eftir að smitið greindist fóru leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar í tveggja vikna sóttkví. Fyrir vikið var leikjum liðsins í 3.-5. umferð Pepsi Max-deildarinnar frestað.

Nú hefur þessum þremur leikjum verið raðað niður. Tveir þeirra fara fram í ágúst og einn í október.

Leikur Stjörnunnar og FH í 4. umferðinni fer fram 17. ágúst. Þann 25. ágúst mætir Stjarnan KA í leik sem er í 3. umferð. Leikur Stjörnunnar og KR í 5. umferðinni fer fram 1. október.

Það verður nóg að gera hjá Stjörnunni í ágúst en eins og staðan er núna eru sjö deildarleikir á dagskrá hjá liðinu þá. Stjörnumenn eiga fjóra deildarleiki og einn bikarleik í júlí, fjóra deildarleiki í september og fimm deildarleiki í október.

Næsti leikur Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni er ekki fyrr en 12. júlí þegar liðið sækir Val heim. Stjarnan vann fyrstu tvo deildarleiki sína, gegn Fylki og Fjölni.

Leikjaniðurröðunina má sjá á vef KSÍ, eða með því að smella hér.


Tengdar fréttir

„Hrikaleg staða“ en ef að við spilum verður mótið að telja

Þegar eitt lið þarf að bíða heima í sóttkví í tvær vikur á meðan að önnur geta æft og spilað samkvæmt áætlun, er þá ekki búið að gjaldfella Íslandsmótið í fótbolta 2020? Talsmenn liða sem orðið hafa fyrir barðinu á afleiðingum kórónuveirufaraldursins bera sig ágætlega þó að vandinn sé augljós.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.