Íslenski boltinn

Næstu þremur leikjum Stjörnunnar frestað

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stjarnan spilar ekki fótbolta á næstunni.
Stjarnan spilar ekki fótbolta á næstunni. vísir/bára

Þremur næstu leikjum Stjörnunnar í Pepsi-Max deild karla hefur verið frestað þar sem meginþorri leikmanna liðsins er kominn í sóttkví.

Þetta var staðfest á vef KSÍ nú rétt í þessu.

Stjarnan átti að mæta KA á morgun klukkan 17:00 en einnig hefur leikjum liðsins gegn FH (5.júlí) og KR (9.júlí) verið frestað.

Ekki er búið að ákveða nýja leiktíma en seint í gærkvöldi kom í ljós að leikmaður Stjörnunnar væri með kórónuveiruna.

Stjarnan er á toppi Pepsi-Max deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvo leiki en næsti leikur liðsins að öllu óbreyttu er þann 12.júlí næstkomandi þar þeim þeir heimsækja Val.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.