Íslenski boltinn

Dagskráin í dag: Valsarar fá Skagamenn í heimsókn, Jón Daði í eldlínunni og PGA-mótaröðin

Ísak Hallmundarson skrifar
Patrick Pedersen og félagar í Val verða í eldlínunni á móti ÍA í kvöld.
Patrick Pedersen og félagar í Val verða í eldlínunni á móti ÍA í kvöld. vísir/daníel þór

Valur fær ÍA í heimsókn í Pepsi Max deild karla í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá kl. 19:45. 

Valsarar hafa verið á góðu skriði undanfarið og er markatala þeirra í síðustu tveimur leikjum í deildinni 7:0. Skagamenn hafa hinsvegar tapað tveimur leikjum í röð eftir sigur á KA í fyrstu umferð. Þetta verður áhugaverð viðureign tveggja stórvelda.

Í ensku Championship-deildinni, næstefstu deild Englands, mætast Charlton og Millwall. Jón Daði Böðvarsson leikur með Millwall og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kl. 19:10.

Á slaginu 19:00 hefst bein útsending frá öðrum degi Rocket Mortgage Classic mótsins í golfi á Stöð 2 Golf, en mótið er hluti af PGA túrnum þar sem bestu kylfingar heims spila.

Dagskrána í heild má nálgast hér. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.