Íslenski boltinn

Dagskráin í dag: Valsarar fá Skagamenn í heimsókn, Jón Daði í eldlínunni og PGA-mótaröðin

Ísak Hallmundarson skrifar
Patrick Pedersen og félagar í Val verða í eldlínunni á móti ÍA í kvöld.
Patrick Pedersen og félagar í Val verða í eldlínunni á móti ÍA í kvöld. vísir/daníel þór

Valur fær ÍA í heimsókn í Pepsi Max deild karla í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá kl. 19:45. 

Valsarar hafa verið á góðu skriði undanfarið og er markatala þeirra í síðustu tveimur leikjum í deildinni 7:0. Skagamenn hafa hinsvegar tapað tveimur leikjum í röð eftir sigur á KA í fyrstu umferð. Þetta verður áhugaverð viðureign tveggja stórvelda.

Í ensku Championship-deildinni, næstefstu deild Englands, mætast Charlton og Millwall. Jón Daði Böðvarsson leikur með Millwall og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kl. 19:10.

Á slaginu 19:00 hefst bein útsending frá öðrum degi Rocket Mortgage Classic mótsins í golfi á Stöð 2 Golf, en mótið er hluti af PGA túrnum þar sem bestu kylfingar heims spila.

Dagskrána í heild má nálgast hér. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.