Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV

Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka, sem unnið hefur fimm risamót á ferlinum, hefur ákveðið að yfirgefa LIV-mótaröðina og er þar með fyrsta stjarnan sem kveður þessa umdeildu mótaröð. Ekki liggur fyrir hvort það þýði að hann snúi aftur á PGA-mótaröðina.

Golf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hættur að­eins þrí­tugur

Kylfingurinn Mito Pereira, sem þekktastur er fyrir að hafa kastað frá sér afar óvæntum sigri á PGA meistaramótinu fyrir þremur árum, hefur ákveðið að setjast í helgan stein aðeins þrítugur að aldri.

Golf
Fréttamynd

Ferðamálastofa fellir úr gildi starfs­leyfi Eagle golfferða

Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir

Bananahýði á Royal Melbourne-golfvellinum átti sinn þátt í því að McIlroy var ekki í baráttunni um sigurinn á Opna ástralska meistaramótinu um helgina. McIlroy sá á eftir sigrinum til Dana en óvenjulegt atvik á öðrum hring vakti mikla athygli.

Golf
Fréttamynd

Bíða enn eftir tæpri milljón í endur­greiðslu eftir fall Play

Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. 

Neytendur
Fréttamynd

Dáður en um­deildur kylfingur látinn

Bandaríski kylfingurinn Fuzzy Zoeller, sem tvívegis fagnaði sigri á risamóti í golfi, er látinn, 74 ára að aldri. Rasísk ummæli hans varðandi Tiger Woods vörpuðu skugga á glæstan feril.

Golf
Fréttamynd

Dag­skráin í dag: Úr­slita­stund í Var­sjá

Hún er stappfull dagskráin hjá Sýn Sport í dag sunnudaginn 16. nóvember. Flestra augu verða líkleag á leik Úkraínu og Íslands en þar ræðst hvor þjóðin fer í umspil um farseðil á HM ´26 í Norður Ameríku.

Fótbolti
Fréttamynd

Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál

Olíufyrirtæki í Texas í Bandaríkjunum kannar nú hvort að forstjóri þess hafi deilt innherjaupplýsingum, meðal annars til Phils Mickelson, margfalds risamótameistara í golfi. Mickelson slapp naumleg við ákæru í innherjasvikamáli fyrir nokkrum árum.

Sport
Fréttamynd

Mun lík­legast aldrei komast yfir þetta

Keegan Bradley var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem tapaði á heimavelli á móti Evrópu í Ryderbikarnum á dögunum. Hann segist hafa upplifað mjög erfiðar vikur síðan.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segir frá því á miðlum sínum að hann gekkst undir sína sjöundu bakaðgerð á föstudag. Þetta er önnur stóra aðgerðin sem hann fer í á þessu ári.

Golf