Erlent

Þrjátíu hand­teknir á grunni nýrra öryggis­laga

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Frá mótmælum í Hong Kong í dag. Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í dag er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu.
Frá mótmælum í Hong Kong í dag. Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í dag er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Getty

Þrjátíu hafa nú verið handteknir í Hong Kong á grundvelli nýrra öryggislaga kínverskra yfirvalda.

BBC segir frá því að einn hinna handteknu hafi verið með fána og staddur á mótmælafundi en á fánanum sem maðurinn hafði í fórum sínum var ritað „Sjálfstætt Hong Kong“.

Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í dag er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þá er hvers kyns niðurrifsstarfsemi, leynimakk með erlendum öflum og krafa um aðskilnað Hong Kong og Kína refsiverð.

Viðurlög við sumum ákvæðanna er lífstíðarfangelsi. Fjöldi fólks er óttasleginn vegna laganna og segja þau grafa undan sjálfsmynd Hong Kong og frelsi íbúa.

Lögin eru svar stjórnvalda við kröftugri mótmælahrinu íbúa Hong Kong í fyrra en mótmælin snerust um önnur umdeild lög sem mótmælendur sögðu að væru undanfari aukinna ítaka kínveskra stjórnvalda í héraðinu.

Lögin gætu markað stærstu breytingu á lifnaðarháttum íbúa í Hong Kong frá því Bretar afhentu Kínverjum héraðið árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með stefnunni „eitt land – tvö kerfi“.


Tengdar fréttir

Umdeild öryggislög samþykkt í Kína

Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.