Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin vill hjálpa þjálfurum sem tilheyra minnihlutahópum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þjálfari Wolves er í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni.
Þjálfari Wolves er í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni. Ashley Western/Getty Images

Enska úrvalsdeildin, ásamt sambandi neðri deilda þar í landi sem og samtökum atvinnumanna á Englandi hafa sett á laggirnar áætlun sem mun aðstoða þjálfara sem flokkast undir BAME-skilgreininguna. Undir hana flokkast þjálfarar sem eru hluti af minnihlutahóp.

Til að mynda er Nuno Esperito Santo, þjálfari Wolverhampton Wanderers, eini þjálfarinn sem fellur undir BAME-skilgreininguna í ensku úrvalsdeildinni. Allir aðrir þjálfarar deildarinnar eru hvítir á hörund.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá.

Verður áætlunin keyrð af stað á næstu leiktíð og munu sex þjálfarar fá starf til allavega 23 mánaða hjá félögum í neðri deildum, það er úr B-deildinni og niður.

„Þetta er mikilvægur tími í sögulegu samhengi fyrir þjálfara sem eru svartir, koma frá Asíu eða tilheyra öðrum minnihlutahópi,“ sagði Darren Moore, þjálfari Doncaster Rovers. Er hann einn fárra svartra þjálfara á Englandi í dag.

„Það vita allir að við þurfum meiri fjölbreytni þegar kemur að þjálfurum og framkvæmdastjórum. Þessi áætlun er skref í rétta átt. Það er mikið af störfum, allt frá yngri liðum og upp í aðalliðin þar sem ungir þjálfarar geta hafið vegferð sína,“ sagði hann einnig.

Sem stendur eru aðeins sex af 91 félagi í ensku deildarkeppninni með þjálfara sem fellur undir BAME-skilgreininguna.

Það mun þó ekki hver sem er geta sótt um en þjálfararnir þurfa að vera með UEFA B þjálfaragráðu og stefna á að taka UEFA A. Þá mun enska knattspyrnusambandið skipa nefnd sem mun ákvarða hvaða þjálfarar verða valdir hverju sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.