Enska úrvalsdeildin vill hjálpa þjálfurum sem tilheyra minnihlutahópum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2020 23:00 Þjálfari Wolves er í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni. Ashley Western/Getty Images Enska úrvalsdeildin, ásamt sambandi neðri deilda þar í landi sem og samtökum atvinnumanna á Englandi hafa sett á laggirnar áætlun sem mun aðstoða þjálfara sem flokkast undir BAME-skilgreininguna. Undir hana flokkast þjálfarar sem eru hluti af minnihlutahóp. Til að mynda er Nuno Esperito Santo, þjálfari Wolverhampton Wanderers, eini þjálfarinn sem fellur undir BAME-skilgreininguna í ensku úrvalsdeildinni. Allir aðrir þjálfarar deildarinnar eru hvítir á hörund. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Verður áætlunin keyrð af stað á næstu leiktíð og munu sex þjálfarar fá starf til allavega 23 mánaða hjá félögum í neðri deildum, það er úr B-deildinni og niður. „Þetta er mikilvægur tími í sögulegu samhengi fyrir þjálfara sem eru svartir, koma frá Asíu eða tilheyra öðrum minnihlutahópi,“ sagði Darren Moore, þjálfari Doncaster Rovers. Er hann einn fárra svartra þjálfara á Englandi í dag. „Það vita allir að við þurfum meiri fjölbreytni þegar kemur að þjálfurum og framkvæmdastjórum. Þessi áætlun er skref í rétta átt. Það er mikið af störfum, allt frá yngri liðum og upp í aðalliðin þar sem ungir þjálfarar geta hafið vegferð sína,“ sagði hann einnig. Sem stendur eru aðeins sex af 91 félagi í ensku deildarkeppninni með þjálfara sem fellur undir BAME-skilgreininguna. Það mun þó ekki hver sem er geta sótt um en þjálfararnir þurfa að vera með UEFA B þjálfaragráðu og stefna á að taka UEFA A. Þá mun enska knattspyrnusambandið skipa nefnd sem mun ákvarða hvaða þjálfarar verða valdir hverju sinni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Enska úrvalsdeildin, ásamt sambandi neðri deilda þar í landi sem og samtökum atvinnumanna á Englandi hafa sett á laggirnar áætlun sem mun aðstoða þjálfara sem flokkast undir BAME-skilgreininguna. Undir hana flokkast þjálfarar sem eru hluti af minnihlutahóp. Til að mynda er Nuno Esperito Santo, þjálfari Wolverhampton Wanderers, eini þjálfarinn sem fellur undir BAME-skilgreininguna í ensku úrvalsdeildinni. Allir aðrir þjálfarar deildarinnar eru hvítir á hörund. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Verður áætlunin keyrð af stað á næstu leiktíð og munu sex þjálfarar fá starf til allavega 23 mánaða hjá félögum í neðri deildum, það er úr B-deildinni og niður. „Þetta er mikilvægur tími í sögulegu samhengi fyrir þjálfara sem eru svartir, koma frá Asíu eða tilheyra öðrum minnihlutahópi,“ sagði Darren Moore, þjálfari Doncaster Rovers. Er hann einn fárra svartra þjálfara á Englandi í dag. „Það vita allir að við þurfum meiri fjölbreytni þegar kemur að þjálfurum og framkvæmdastjórum. Þessi áætlun er skref í rétta átt. Það er mikið af störfum, allt frá yngri liðum og upp í aðalliðin þar sem ungir þjálfarar geta hafið vegferð sína,“ sagði hann einnig. Sem stendur eru aðeins sex af 91 félagi í ensku deildarkeppninni með þjálfara sem fellur undir BAME-skilgreininguna. Það mun þó ekki hver sem er geta sótt um en þjálfararnir þurfa að vera með UEFA B þjálfaragráðu og stefna á að taka UEFA A. Þá mun enska knattspyrnusambandið skipa nefnd sem mun ákvarða hvaða þjálfarar verða valdir hverju sinni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira