Heimir: Hefðum mátt gera betur í að finna þetta drápseðli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2020 21:45 Heimir var sáttur með sína menn í kvöld. Mynd/Stöð 2 Sport Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með 4-0 sigur sinna manna á HK í Kórnum í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Honum fannst þó að liðið hefði mátt gera betur í síðari hálfleik en HK missti mann af velli í þeim fyrri. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með 4-0 sigur sinna manna á HK í Kórnum í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Honum fannst þó að liðið hefði mátt gera betur í síðari hálfleik en HK missti mann af velli í þeim fyrri. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira