Smit í tíu milljónum á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 09:21 Ástandið þykir mjög slæmt í Brasilíu og annarsstaðar í Suður-Ameríku. AP/Leo Correa Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. Þetta er samkvæmt tölum Reuters fréttaveitunnar. Johns Hopkins háskólinn, sem hefur haldið utan um opinberar tölur á heimsvísu, segir 9,94 milljónir hafa smitast(Þegar þetta er skrifað). Sú tala mun fara yfir tíu milljónir í dag. Reuters segir tíu milljónir smitaðra vera um það bil tvöfaldan fjölda þeirra sem veikjast alvarlega vegna inflúensu á ári hverju, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Fjöldi látinna er svipaður og fjöldi þeirra sem sagðir eru deyja vegna inflúensu á ári hverju. Þó er útlit fyrir að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Um fjórðungur þeirra sem hafa smitast eru frá Evrópu og svipaða sögu er að segja frá bæði Norður og Suður-Ameríku. Hver heimsálfa á um fjórðung af þeim sem hafa smitast. Um ellefu prósent smitaðra eru frá Asíu og um níu prósent frá Mið-Austurlöndum. Smituðum fer fjölgandi víða um heim og um þessar mundir þykir ástandið sérstaklega slæmt í Brasilíu og Indlandi en í báðum ríkjum hefur smituðum fjölgað um rúmlega tíu þúsund á degi hverjum. Síðustu vikuna hefur þriðjungur nýsmitaðra greinst í þessum tveimur löndum. Sérfræðingar segja mögulegt að fjöldi látinna í Suður-Ameríku gæti hækkað úr um hundrað þúsund í þessari viku í rúmlega 380 þúsund í október. Smituðum hefur einnig farið hratt fjölgandi í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08 Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24 Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42 Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34 Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. Þetta er samkvæmt tölum Reuters fréttaveitunnar. Johns Hopkins háskólinn, sem hefur haldið utan um opinberar tölur á heimsvísu, segir 9,94 milljónir hafa smitast(Þegar þetta er skrifað). Sú tala mun fara yfir tíu milljónir í dag. Reuters segir tíu milljónir smitaðra vera um það bil tvöfaldan fjölda þeirra sem veikjast alvarlega vegna inflúensu á ári hverju, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Fjöldi látinna er svipaður og fjöldi þeirra sem sagðir eru deyja vegna inflúensu á ári hverju. Þó er útlit fyrir að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Um fjórðungur þeirra sem hafa smitast eru frá Evrópu og svipaða sögu er að segja frá bæði Norður og Suður-Ameríku. Hver heimsálfa á um fjórðung af þeim sem hafa smitast. Um ellefu prósent smitaðra eru frá Asíu og um níu prósent frá Mið-Austurlöndum. Smituðum fer fjölgandi víða um heim og um þessar mundir þykir ástandið sérstaklega slæmt í Brasilíu og Indlandi en í báðum ríkjum hefur smituðum fjölgað um rúmlega tíu þúsund á degi hverjum. Síðustu vikuna hefur þriðjungur nýsmitaðra greinst í þessum tveimur löndum. Sérfræðingar segja mögulegt að fjöldi látinna í Suður-Ameríku gæti hækkað úr um hundrað þúsund í þessari viku í rúmlega 380 þúsund í október. Smituðum hefur einnig farið hratt fjölgandi í Bandaríkjunum á undanförnum vikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08 Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24 Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42 Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34 Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08
Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24
Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42
Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34
Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03
Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33