Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 17:42 Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og Brett Ðþ Giroir, aðstoðarheilbrigðis- og -félagsmálaráðherra hlýða á Stephen M. Hahn, yfirmann matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Fjórmenningarnir mættu fyrir þingnefnd í dag. EPA/KEVIN DIETSCH Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. Tilfellum kórónuveiru fjölgar enn í um helmingi ríkja Bandaríkjanna og telja heilbrigðissérfræðingar að verði faraldurinn enn í hæstu hæðum þegar inflúensuveiran lætur á sér kræla með haustinu muni það hafa alvarlegar afleiðingar. Fauci mætti fyrir þingnefnd í dag ásamt yfirmönnum Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Matvæla- og lyfjaeftirlitsins og sérfræðingi hjá Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu. Sérfræðingarnir sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að óvíst sé hve lengi kórónuveirufaraldurinn muni vera í Bandaríkjunum en að þeir búist við að hann muni ekki hverfa nærri því strax. Þá sé óvíst hvað muni gerast ef faraldurinn verður enn í hæstu hæðum þegar „flensu-tíðin“ kemur í haust en að ljóst sé að það muni leika heilbrigðiskerfi landsins grátt. „Ef að kórónuveiran og inflúensan verða virkar á sama tíma gæti það verið gríðarleg byrði fyrir heilbrigðiskerfið, sérstaklega hvað varðar sjúkrapláss, getu til að greina sýni, hlífðarbúnað fyrir starfsfólk og öryggi þess,“ sagði í yfirlýsingunni. „Vegna þess að það er líklegt að kórónuveiran verði hér áfram er mikilvægara en ella að vera bólusettur fyrir flensunni.“ Frá því að Fauci mætti síðast fyrir nefnd hafa ýmsar tilslakanir tekið gildi í Bandaríkjunum. Útgöngubanni hefur víða verið létt og fyrirtæki hafa opnað á ný. Það hefur þó verið gert mishratt milli ríkja og eru sum ríki mun varkárri en önnur. Meðal þeirra ríkja sem hafa gengið harðast fram í tilslökunum eru Texas, Flórída og Arizona en þar hefur kórónuveirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. Tilfellum kórónuveiru fjölgar enn í um helmingi ríkja Bandaríkjanna og telja heilbrigðissérfræðingar að verði faraldurinn enn í hæstu hæðum þegar inflúensuveiran lætur á sér kræla með haustinu muni það hafa alvarlegar afleiðingar. Fauci mætti fyrir þingnefnd í dag ásamt yfirmönnum Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Matvæla- og lyfjaeftirlitsins og sérfræðingi hjá Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu. Sérfræðingarnir sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að óvíst sé hve lengi kórónuveirufaraldurinn muni vera í Bandaríkjunum en að þeir búist við að hann muni ekki hverfa nærri því strax. Þá sé óvíst hvað muni gerast ef faraldurinn verður enn í hæstu hæðum þegar „flensu-tíðin“ kemur í haust en að ljóst sé að það muni leika heilbrigðiskerfi landsins grátt. „Ef að kórónuveiran og inflúensan verða virkar á sama tíma gæti það verið gríðarleg byrði fyrir heilbrigðiskerfið, sérstaklega hvað varðar sjúkrapláss, getu til að greina sýni, hlífðarbúnað fyrir starfsfólk og öryggi þess,“ sagði í yfirlýsingunni. „Vegna þess að það er líklegt að kórónuveiran verði hér áfram er mikilvægara en ella að vera bólusettur fyrir flensunni.“ Frá því að Fauci mætti síðast fyrir nefnd hafa ýmsar tilslakanir tekið gildi í Bandaríkjunum. Útgöngubanni hefur víða verið létt og fyrirtæki hafa opnað á ný. Það hefur þó verið gert mishratt milli ríkja og eru sum ríki mun varkárri en önnur. Meðal þeirra ríkja sem hafa gengið harðast fram í tilslökunum eru Texas, Flórída og Arizona en þar hefur kórónuveirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44
Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56
Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29