Maguire skaut Man. United í undanúrslit í sögulegum leik Anton Ingi Leifsson skrifar 27. júní 2020 19:05 Maguire fagnar sigurmarkinu ásamt einum af sex varamönnum United, Mason Greenwood, í dag. vísir/getty Manchester United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir 2-1 sigur á Norwich en United þurfti framlengingu til. Staðan var markalaus í fyrri hálfleik en á 51. mínútu var það Odion Ighalo sem skoraði eftir slakan varnarleik heimamanna. Þeir jöfnuðu þó metin stundarfjórðungi fyrir leikslok er Todd Cantwell skoraði með góðu skoti. Allt var jafnt að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. United skráði sig í sögubækurnar í framlengingunni því þeir urðu fyrsta liðið til þess að gera sex breytingar en það varð fyrst leyfilegt nú í haust; fimm breytingar í venjulegum leiktíma og ein í framlengingu. Wednesday: Ole Gunnar Solskjær becomes first ever manager to make a quintuple substitution in a PL game.Saturday: Ole Gunnar Solskjær becomes first manager to make six substitutions in a competitive game.This is Ole's world and we're just living in it. pic.twitter.com/JJ4SUDcgWI— Squawka News (@SquawkaNews) June 27, 2020 Leikmenn United voru einum manni fleiri frá 88. mínútu eftir að Timm Klose var sendur í sturtu fyrir að brjóta á Ighalo á 88. mínútu sem var að sleppa einn í gegn. Sigurmarkið kom þó ekki fyrr en á 118. mínútu er Harry Maguire, fyrirliði United, nánast tæklaði boltann í netið eftir darraðadans. United því fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en þrír leikir eru á morgun. Sheffield United spilar við Arsenal, Chelsea sækir Leicester heim og Manchester City mætir Newcastle á útivelli. Most FA Cup semi-final appearances: Man Utd (30) Arsenal (29) Everton (26) Liverpool (24)Man Utd become the first team to reach the final four on 30 occasions. pic.twitter.com/rRnnz8QXo1— Squawka Football (@Squawka) June 27, 2020 Allir leikirnir verða í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun.
Manchester United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir 2-1 sigur á Norwich en United þurfti framlengingu til. Staðan var markalaus í fyrri hálfleik en á 51. mínútu var það Odion Ighalo sem skoraði eftir slakan varnarleik heimamanna. Þeir jöfnuðu þó metin stundarfjórðungi fyrir leikslok er Todd Cantwell skoraði með góðu skoti. Allt var jafnt að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. United skráði sig í sögubækurnar í framlengingunni því þeir urðu fyrsta liðið til þess að gera sex breytingar en það varð fyrst leyfilegt nú í haust; fimm breytingar í venjulegum leiktíma og ein í framlengingu. Wednesday: Ole Gunnar Solskjær becomes first ever manager to make a quintuple substitution in a PL game.Saturday: Ole Gunnar Solskjær becomes first manager to make six substitutions in a competitive game.This is Ole's world and we're just living in it. pic.twitter.com/JJ4SUDcgWI— Squawka News (@SquawkaNews) June 27, 2020 Leikmenn United voru einum manni fleiri frá 88. mínútu eftir að Timm Klose var sendur í sturtu fyrir að brjóta á Ighalo á 88. mínútu sem var að sleppa einn í gegn. Sigurmarkið kom þó ekki fyrr en á 118. mínútu er Harry Maguire, fyrirliði United, nánast tæklaði boltann í netið eftir darraðadans. United því fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en þrír leikir eru á morgun. Sheffield United spilar við Arsenal, Chelsea sækir Leicester heim og Manchester City mætir Newcastle á útivelli. Most FA Cup semi-final appearances: Man Utd (30) Arsenal (29) Everton (26) Liverpool (24)Man Utd become the first team to reach the final four on 30 occasions. pic.twitter.com/rRnnz8QXo1— Squawka Football (@Squawka) June 27, 2020 Allir leikirnir verða í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira