Sögðust stefna að því að vera í toppbaráttu en hafa ekki enn unnið leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2020 16:30 Arnar á hliðarlínunni. Vísir/Daniel Bikarmeistarar Víkings voru – og eru eflaust enn – stórhuga fyrir tímabilið. Fyrir tímabil var það gefið út að þeir stefndu á að landa þeim stóra, Íslandsmeistaratitlinum. Nú þegar liðið hefur leikið fjóra leiki, tvo á Íslandsmóti,einn í bikarkeppni og svo einn leik í meistarakeppni KSÍ, á það enn eftir að vinna leik í venjulegum leiktíma. Víkingar eru ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar og stefna á að verja þann titil. Þá vilja þeir blanda sér í toppbaráttuna. Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson eru með liðinu frá upphafi tímabils en þeir komu inn á miðri síðustu leiktíð. Liðinu var spáð í kringum 4. til 6. sæti en Arnar sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið yrði „pottþétt ofar en þetta.“ Ingvar Jónsson kom í markið en hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár. Þá fékk liðið unga og efnilega leikmenn til liðs við sig fyrir tímabilið en það hefur einkennt stjórnartíð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara liðsins. Það virðist þó sem eitthvað eigi enn eftir að smella í Fossvoginum. Þó svo að það sé deginum ljósara að liðið er stútfullt af hæfileikum – enda með frábæra leikmenn í flestum stöðum vallarins – þá er það einnig ljóst að það vantar ákveðið krydd í leik liðsins. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði sjö mörk í 16 leikjum í deildinni á síðustu leiktíð. Hann var á láni hjá Víkingum frá IK Start í Noregi þar sem hann er í dag. Þá var Kwame Quee einnig á láni frá Breiðabliki en hann skoraði fjögur mörk í 12 leikjum. Guðmundur Andri í bikarúrslitaleiknum gegn FH á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Þarna eru 11 mörk af þeim 37 sem Víkingar skoruðu horfin á braut sem og einu náttúrulegu vængmenn liðsins. Arnar notaði reyndar mikið 4-4-2 leikkerfi með tígul miðju þegar fór að líða á síðast sumar. Þá var Guðmundur Andri oftar en ekki með Óttari Magnúsi í fremstu víglínu en Guðmundur var þó mikið vinstra megin á vellinum og keyrði síðan þaðan á vörn mótherjanna. Þó Víkingar hafi endaði í 7. sæti deildarinnar þá voru þeir samt sem áðru aðeins einu stigi frá ÍA sem endaði í 10. sæti. Líkt og áður sagði hafa Víkingar leikið fjóra leiki án þess að landa sigri í venjulegum leiktíma. Liðið tapaði 1-0 gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn var ekki ekkert endilega illa leikinn af hálfu Víkinga en þeir lentu í miklum vandræðum með pressu KR í upphafi og áttu svo einkar erfitt með að brjóta þá niður eftir að þeir lentu undir. Úr leik Víkings og KR í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Óttar Magnús kom þeim yfir með marki úr aukaspyrnu gegn Fjölni en það dugði skammt. Nýliðarnir jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat. Liðið gerði markalaust jafntefli við KA á Akureyri í leik sem Tómas Ingi Tómasson – sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar – var langt því frá sáttur með. Þá þurfti liðið mark í uppbótartíma til að tryggja sér framlengingu gegn nöfnum sínum frá Ólafsvík í Mjólkurbikarnum. Víkingar voru svo manni fleiri í 18 mínútur í framlengingunni eftir að James Dale var vikið af velli í liði Ólsara. Þrátt fyrir það tókst þeim ekki að tryggja sér sigur og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þó sumarið sé rétt að hefjast er eðlilegt að velta fyrir sér hvort lið sem hefur aðeins skorað tvö mörk á 390 mínútum, þá er uppbótartími ekki talinn með, geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. Næstu þrír leikir Víkings eru svo FH (H), Valur (Ú) og KR (H). Það er ljóst að erfitt verkefni bíður Víkinga en nú er bara að standa við stóru orðin. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Bikarmeistarar Víkings voru – og eru eflaust enn – stórhuga fyrir tímabilið. Fyrir tímabil var það gefið út að þeir stefndu á að landa þeim stóra, Íslandsmeistaratitlinum. Nú þegar liðið hefur leikið fjóra leiki, tvo á Íslandsmóti,einn í bikarkeppni og svo einn leik í meistarakeppni KSÍ, á það enn eftir að vinna leik í venjulegum leiktíma. Víkingar eru ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar og stefna á að verja þann titil. Þá vilja þeir blanda sér í toppbaráttuna. Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson eru með liðinu frá upphafi tímabils en þeir komu inn á miðri síðustu leiktíð. Liðinu var spáð í kringum 4. til 6. sæti en Arnar sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið yrði „pottþétt ofar en þetta.“ Ingvar Jónsson kom í markið en hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár. Þá fékk liðið unga og efnilega leikmenn til liðs við sig fyrir tímabilið en það hefur einkennt stjórnartíð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara liðsins. Það virðist þó sem eitthvað eigi enn eftir að smella í Fossvoginum. Þó svo að það sé deginum ljósara að liðið er stútfullt af hæfileikum – enda með frábæra leikmenn í flestum stöðum vallarins – þá er það einnig ljóst að það vantar ákveðið krydd í leik liðsins. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði sjö mörk í 16 leikjum í deildinni á síðustu leiktíð. Hann var á láni hjá Víkingum frá IK Start í Noregi þar sem hann er í dag. Þá var Kwame Quee einnig á láni frá Breiðabliki en hann skoraði fjögur mörk í 12 leikjum. Guðmundur Andri í bikarúrslitaleiknum gegn FH á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Þarna eru 11 mörk af þeim 37 sem Víkingar skoruðu horfin á braut sem og einu náttúrulegu vængmenn liðsins. Arnar notaði reyndar mikið 4-4-2 leikkerfi með tígul miðju þegar fór að líða á síðast sumar. Þá var Guðmundur Andri oftar en ekki með Óttari Magnúsi í fremstu víglínu en Guðmundur var þó mikið vinstra megin á vellinum og keyrði síðan þaðan á vörn mótherjanna. Þó Víkingar hafi endaði í 7. sæti deildarinnar þá voru þeir samt sem áðru aðeins einu stigi frá ÍA sem endaði í 10. sæti. Líkt og áður sagði hafa Víkingar leikið fjóra leiki án þess að landa sigri í venjulegum leiktíma. Liðið tapaði 1-0 gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn var ekki ekkert endilega illa leikinn af hálfu Víkinga en þeir lentu í miklum vandræðum með pressu KR í upphafi og áttu svo einkar erfitt með að brjóta þá niður eftir að þeir lentu undir. Úr leik Víkings og KR í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Óttar Magnús kom þeim yfir með marki úr aukaspyrnu gegn Fjölni en það dugði skammt. Nýliðarnir jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat. Liðið gerði markalaust jafntefli við KA á Akureyri í leik sem Tómas Ingi Tómasson – sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar – var langt því frá sáttur með. Þá þurfti liðið mark í uppbótartíma til að tryggja sér framlengingu gegn nöfnum sínum frá Ólafsvík í Mjólkurbikarnum. Víkingar voru svo manni fleiri í 18 mínútur í framlengingunni eftir að James Dale var vikið af velli í liði Ólsara. Þrátt fyrir það tókst þeim ekki að tryggja sér sigur og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þó sumarið sé rétt að hefjast er eðlilegt að velta fyrir sér hvort lið sem hefur aðeins skorað tvö mörk á 390 mínútum, þá er uppbótartími ekki talinn með, geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. Næstu þrír leikir Víkings eru svo FH (H), Valur (Ú) og KR (H). Það er ljóst að erfitt verkefni bíður Víkinga en nú er bara að standa við stóru orðin.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira